13.11.2006 | 16:20
Í dag, mánudaginn 13. nóvember, hefði hann pabbi orðið sjötugur, hefði hann lifað.
Á þessum tímamótum langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum.
Óli Ara.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 22.12.2006 kl. 17:43 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Myndbönd
Ýmsar heimasíður
Bloggarar og heimasíður Jörfaliðsins
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Fólk
MSN netföng
-
Ari Berg
aberg2@hotmail.com -
Skúli Halldórsson
drinkill2@hotmail.com -
Ýmir Ólafsson
ymir-98@hotmail.com -
Margrét Ásgeirsdóttir
magga2712@hotmail.com -
Óli Ara
olafur@gildi.is -
Sigrún
sigrun_palsdottir@hotmail.com -
Guðný
gudnysigga@visir.is -
Helga Berg
helga.berg@torg.is -
Gústi
olafsson99@hotmail.com
Netföng Jörfaliðsins
-
Svavar Pálsson
svavarpalsson@hotmail.com -
Stebbi og Ragna
litlabrekka@simnet.is -
Ari Berg
aberg2@hotmail.com -
Stefán Bjartur
stefanbjartur@hotmail.com
Stebbi Ecuadorfari -
Hjörleifur Helgi
hjollihs@simnet.is -
Vignir og Jóhanna
elgholm.johanna@telia.com -
Steini og Bogga
akurs@simnet.is -
Skúli Halldórsson
skuhal@gmail.com -
Sigurður Grétar
sgretar@simnet.is -
Sigrún Pálsdóttir
sigrunpalsd@gmail.com -
Ólafur Ágústsson
oligusta@visir.is -
Ólafur Helgi
olhr@ru.is -
Ólafur Ágúst
olistef@mi.is -
Lilja Berglind
liljaberglind@yahoo.co.uk -
Jóhannes Freyr og Ásta
anabrekka@simnet.is -
Inga og Jónas
ainga@simnet.is -
Helga Sesselja
helgasess@visir.is -
Gunna og Geiri
gudrun40@simnet.is -
Guja og Raggi
skidi@simnet.is -
Fjóla
bb18@simnet.is -
Dagný Reykjalín
dagny@reykjalin.com -
Ása Björk
asabjorkstef@gmail.com -
Anna Dröfn
annadr@simnet.is -
Gústi og Magga
4712828@gmail.com -
Guðný og Siggi
gudnyo@simnet.is -
Ari Berg
aberg2@hotmail.com -
Magga og Atli
adagsson@internet.is -
Helga Berg
hberg59@gmail.com -
Ólafur Ara
olafur.arason@simnet.is
165 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pabbi fæddist að Brekku í Fljótsdal 13. nóvember 1936. Um tvítugt fór hann að Hólum í Hjaltadal og útskrifaðist sem búfræðingur þaðan árið 1959 og gerðist bóndi í Gilsártegi. Árið 1965 hætti þau mamma búskap og fluttu í Egilsstaði. Meðfram störfum sínum þá sinnti hann áhugamálum sínum eins og títt er. Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta og var algengt að hann væri fenginn til að dæma fótboltaleiki og hafði hann mjög gaman af því. Unglingastarf var honum hugleikið og vann hann ötullega að uppbyggingu skíðaaðstöðu á Fagradal og eru ferðir þangað, sitjandi á vörubílspalli með fjölda barna og unglinga mér minnistæðar. Hann var einn af frumherjum golfíþróttarinnar á Egilsstöðum, gekkst fyrir stofnun Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs og var fyrsti formaður hans. Hann hafði frumkvæði að samningum við systkinin frá Ekkjufelli um uppbyggingu golfvölls á jörðinni og sjá um að láta skipuleggja hann. Í dag er Ekkjufellsvöllur talinn einn af skemmtilegustu völlum landsins og eftirsóttur af kylfingum. Pabbi var mjög pólitískur og man ég eftir margri rimmunni sem hann tók við pólitíska andstæðinga sína. Hann var mjög stefnufastur og fylginn sér í málflutningi, bæði í pólitík og öðrum málum sem hann tók sér fyrir hendur. Var ekki um nein vettlingatök að ræða og sagði hann sína meiningu oft tæpitungulaust og fannst mér hann fara stundum ansi geyst. Hann hafði mjög mikinn áhuga á landafræði, sögu, sérstaklega sögu mið austurlanda. Landafræði og sögu óf hann oft saman á skemmtilegan hátt. Hann sökkti sér í sögu heimstyrjaldanna og tengdi við landafræði á þann hátt að sagan varð ljóslifandi. Hann hafði mikinn áhuga á trúmálum. Hann var ekki trúaður maður í þeim skilningi, frekar efahyggjumaður og sagði hann mér eitt sinn að hann trúði á það sem hann þekkti og vissi. Hann var mjög vel að sér í heimstrúnni og las mjög mikið um trúmál. Þegar gesti bar að garði í Bjarkarhlíð þá hékk ég oft yfir þeim og hlustaði eins og fluga á vegg. Einar af skemmtilegri minningum mínum í þeim efnum voru heimsóknir séra Bjarna á Valþjófsstað. Þeir séra Bjarni og pabbi gátu rifist um trúmál út í það endalausa og var oft liðið á nóttina þegar þeir stóðu upp. Báðir höfðu jafn gaman að þessum rökræðum og þótt oft hafi heyrst hátt í þeim þá skildu þeir alltaf sáttir en aldrei sammála. Hann var með afbrigðum greiðvikinn og alltaf tilbúinn til aðstoðar. Fólk langt út fyrir hans stóra ættingja- og vinahóp leitað til hans með vandamál af ýmsum toga. Ég man eftir honum sýsla með og leysa vandamál vegna fjármála, fasteigna- og bílaviðskipta og hjónaskilnaða svo ég nefni eitthvað. Hann var líka alltaf tilbúinn til að taka til hendinni ef á þurfti að halda en ekki var það alltaf jafn vel þegið, því eins og hann sagði: “’Þá skipta tommur ekki miklu máli í smíðum.” Eitt af því sem pabba verður alla tíð minnst fyrir er hin mikla frásagnargleði hans og hafði hann unun af því að segja sögur, bæði sannar og lognar oft skreyttar svolítið til að gera þær dálítið skemmtilegri. Þessar sögur sagði hann mér sjaldan, eiginlega bara í tveggja manna tali eða litlum hópi gesta þar sem ég heyrði til. Þessar sögur voru meinlausar gamansögur og oft glumdu hlátrarsköllin þegar hann fór á kostum. Þegar mömmu þótti full liðugt hjá honum og skáldafákurinn fór mikinn þá fór hún að slá á strengina, draga aðeins úr og færa til betri vegar. Hann var oft beðinn um að segja þessar sögur á skemmtunum, í útvarpsþætti og í tímaritum en hann hafði ekki áhuga á því þar sem hann vildi ekki að þessar sögur sínar yrðu þeim sem um fjallaði til minnkunar á almannafæri. Pabbi dó 11. júní 2004, 67 ára gamall, eftir erfið og langvarandi veikindi.
Minning hans lifir í hugum okkar.
Óli Ara________________________________________________________, 13.11.2006 kl. 16:22
Blessuð sé minning hans Ara. Var einmitt að lesa minningargrein um hann í Mogganum, það var sjaldan einhver lognmolla í kringum hann. Ég hugsa að Óskar og Óttar muni enn eftir því þegar Ari baulaði á þá, þegar hann var að tjalda tjaldvagninum framan við Gamla Jörfa. Þeir voru eitthvað að snudda í kringum hann, þá baulaði hann á þá og þeir fengu hálfgert taugaáfall, ætluðu aldrei að hætta að gráta! Ara fannst þetta ekkert leiðinlegt, við hlógum mikið og lengi að þessu.
Kv. Guðný.
________________________________________________________, 13.11.2006 kl. 19:07
Mig minnir að tvíburarnir hafi verið 1 1/2 eða 2ja ára
G.Ól.
________________________________________________________, 13.11.2006 kl. 19:10
Las líka minningargreinina í gær. Hún var svo falleg. Mér datt nú bara í hug það sem Inga frænka (eldri) sagði einu sinni ( hún var að rifja upp hvað amma Helga var ung þegar hún dó);
"Það var nú meiri óþarfinn...."
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 14.11.2006 kl. 11:36
Það rifjast margt upp við lestur þessarar minningagreinar Óli! Árin í kjallaranum í Bjarkarhlíð, smíðin á fyrstu íbúðinni okkar Möggu, hláturköstin yfir Tomma og Jenna og svo mætti lengi telja! Skemmtilegastar fundust mér þó sögurnar af Steinþóri Eiríkssyni og eftirhermurnar. Þau voru ófá kvöldin sem við pabbi þinn sátum og spjölluðum, ekki alltaf sammála, en það skipti ekki máli. Ég trúði kannski ekki öllum sögunum, en það skipti heldur ekki máli, þær voru jafn góðar fyrir það! Við hittumst síðast á Landspítalanum og þó heilsan væri þá orðin afar döpur, þá vildi hann fá allar helstu fréttir að austan!
Blessuð sé minning Ara....
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 15.11.2006 kl. 21:14
Gústi. Talandi um Steinþór. Einn af þeim hæfileikum sem pabbi bjó yfir, fyrir utan að herma eftir Steinþóri Eiríkssyni, var teikning. Hann teiknaði mjög vel en einhverra hluta vegna þá sýndi hann það aldrei í seinni tíð. Ég sá vinnubækur með teikningum sem hann vann á Hólum, og riss eftir að hann kom þaðan. Nema hvað.... Hann gerði einhverju sinni teikningu af Þórunni konu Steinþórs þar sem hún, akfeit eins og hún var, með Steinþór fastan á milli rasskinnanna. Þórunn sagði á myndinni "Hvar ætlli Steinþór sé núna ?" Ég var ekki gamall en ætla ekki að afsaka það, að einhverju sinni þegar Steinþór og Þórunn voru í heimsókn í Bjarkarhlíðinni þá þurfti ég endilega að draga þessa mynd upp og sýna þeim Þórunni og Steinþóri. Pabbi var ekki sérlega ánægður með þessa sýningu og eyðilagði myndina. Hann skammaði mig ekki, frekar í öll hin skiptin sem ég gerði axarsköft.
Einu sinni sem oftar, þegar við pabbi vorum hjá Steinþóri og Þórunni, þá töluðu þau í kapp hvort við annað. Þau töluðu og töluðu þannig að mér fannst það sem þau sögðu renna í Lagarfoss og við skildum ekki hvað þau sögðu. Allt í einu segir Þórunn: "Þegi þú Steinþór. Ég er með´ann". Með það þagnaði Steinþór og Þórunn gat klárað mál sitt.
ÓA
________________________________________________________, 16.11.2006 kl. 23:24