31.5.2008 | 14:09
Eivör Páls en ekki Emilíana Torrini í Bræðslunni í sumar!
Jæja, ætli maður láti sig ekki hafa það..... Annars er Eivör frábær og passar pottþétt vel í Bræðsluna með Magna og Damien Rice.
Annars allt fínt að frétta. Nennti ekki að spila golf í rigningu í morgun, fyrsta mót sumarsins. Byrjar ekki vel.......kemur allt! Ég er að fara til Ungverjalands á þriðjudagsmorguninn og hlakka einhver býsn til. Starfsfólk Dalvíkurskóla er að fara í vikuferð, rúmlega 50 manns, m.a. til að kynnast ungverska skólakerfinu og pöbbamenningu Ungverja, fáum líka tíma til að kíkja aðeins í búðir . Endum á færeyska sjómannaheimilinu Hólabrekkusystra í kóngsins Kaupmannahöfn í tvo daga.
Skólaslit í Dalvíkurskóla í gær. Hjörvar Óli fermingardrengur tók fyrsta samræmda prófið með glans, fékk 8,5 í ensku (mont mont mont.... ), aðrar einkunnir líka ljómandi góðar. Ég fékk enga einkunn eftir veturinn, enda bara í vinnunni
Sumarið verður vonandi gott. Planið er að njóta þess að þurfa ekki að gera neitt nema það sem mig langar til; spila golf, lesa góðar bækur(ekki námsbækur!), fara oft austur, ganga á fjöll og fiðrildi og damla í heita pottinum mínum! Einhver plön í gangi hjá ykkur?
Kv. Guðný - í letikasti
Eivör í stað Emilíönu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
já Guðný mín koma í pottinn til þín
Kv Magga og c.o.
Magga og Gústi (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.