9.11.2006 | 20:03
Hún mamma mín...
... Gunna í Hólabrekku á afmæli í dag. Hringdi í hana áðan og hún er bara nokkuð hress miðað við aldur
ég ætla samt að heimsækja hana á sunnudaginn og gá hvort að hún er nokkuð búin að gleyma hvernig á að elda og baka, maður verður nú að passa upp á það! Annars er bara gott að frétta úr Þrastarhóli, Dagur var að spila á tónleikum í dag já og Hjörvar Óli var líka að spila, þeir eru duglegir strákar
Ída Guðrún er að fara til Grenivíkur á morgun með félagsmiðstöðinni, þar á gista og éta pizzur og dansa.... örugglega mjög gaman að því. Læt þetta duga af fréttaflutninga í bili. Kv. góð Magga Á.


Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Verst að afmælisbarnið getur ekki skoðað myndina góðu. Magga reddar því á sunnudaginn. Hér bíður maður eftir næsta roki. Það kemur kl. 6 í fyrramálið. Helga systir á að koma heim á sunnudagsmorguninn þannig að vonandi verður þetta veðurvesen búið þá (ef þetta hljómar eins og ég sé farin að sakna hennar þá er það alger misskilningur....hmmm). Kerlingargreyið er búin að forkelast í mollunum, hálflasin bara í Orlando. Eins gott fyrir hana að fara að koma sér heim í blíðuna. Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 9.11.2006 kl. 20:24
Heyrði í afmælisbarninu - ótrúlega ern þrátt fyrir háan aldur
Eeen...haldið þið ekki að myndagetraunin sé byrjuð aftur á Borgarfjarðarvefnum!!! Óli minn, séns á að eignast nýju útgáfuna af gönguleiðakortinu!!
Kv. Guðný.
________________________________________________________, 9.11.2006 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.