Loksins komið samband!

ferming 2008Jæja, þá er lífið að mjakast hægt og hægt í einhverjar skorður á þessu heimili, nettengingin kom í dag og síminn líka. Frá því við fengum afhenta lykla að Ásvegi 1 þann 1. maí og fram yfir hvítasunnuhelgina er lífið hjá okkur búið að vera heljarinnar rússíbani; fyrst skafið, skrapað, spaslað og pússað, síðan nánast allt húsið málað með aðstoð dásamlega fólksins í Sunnubraut 8 og Þrastarhóli - ég er hrædd um að við værum ekki komin svona langt ef þeirra hefði ekki notið við.  Flutningar gengu hratt fyrir sig, hraðvirkar vinnuvélar, pólverjar og taílendingar komu þar við sögu. Síðan í beinu framhaldi var Hjörvar Óli fermdur með pompi og pragt.  Mér fannst meiriháttar hvað ættingjar og vinir voru dugleg að mæta í fermingu, öll móður- og föðursystkin fermingardrengsins, einn ömmubróðir að ónefndum öllum öðrum. Rúmlega 100 manns og bara örfáir Dalvíkingar.  Hjörvar Óli sigldi í gegnum ferminguna yfirvegaður og rólegur að vanda, en alsæll með allt. Hann sendir góðar kveðjur og þakklæti til allra sem sendu honum kveðju og/eða gjöf í tilefni dagsins.

Nýja húsið að Ásvegi 1 er dásamlegt, að ekki sé minnst á pallinn, heita pottinn og gestahúsið Cool

Kveðja, Guðný. 

P.s. Tíni inn myndir í nýtt albúm næstu daga..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Innilega til hamingju með þetta allt saman elskurnar mínar. Það á eftir að fara vel um ykkur í framtíðinni í nýja húsinu. Hlakka til að koma og sjá. Kveðja -Ása Björk

________________________________________________________, 14.5.2008 kl. 08:57

2 Smámynd: ________________________________________________________

Tek undir allar góðar óskir til ykkar. Kem í heimsókn þegar það verður hægt að hafa sérstaklega fyrir mér, minn tími mun koma.....kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 14.5.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband