7.11.2006 | 19:59
Einu sinni var - á Borgarfirði
Ég var að horfa á þá skemmtilegustu bíómynd sem ég hef séð lengi! Stuttmynd eftir Hafþór Snjólf Helgason með myndefni Helga Arngrímssonar og Guðlaugs Ingasonar. Gamlar myndir frá Borgarfirði, alveg frábærar!
Mamma að versla í Kaupfélaginu, Pabbi að koma af sjónum, Diddi á gamla Scout jeppanum, Grímur að selja egg í Árnabúð, Alli á Grund í heyskap, Fjarðarborg í byggingu, frystihúsið á fullu, síldarsöltun o.fl.
Kv. Gústi.
--------------------
Fréttin á borgarfjordureystri.is:
http://www.borgarfjordureystri.is/index.php?pid=3&cid=345
Slóðin á myndina:
http://hi.is/~hsh2/svipmyndirBGF.wmv
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:22 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er yndisleg mynd, ég fékk alveg gæsahúð! Sjá mömmu í Kaupfélaginu og pabba arka upp bryggjuna, að koma heim af sjónum. Meiriháttar að sjá þetta svona "læf"!
Kv. Guðný
________________________________________________________, 7.11.2006 kl. 20:44
Frábært. Ég fékk næstum því sandkorn í augun.
Kv./ÓA
________________________________________________________, 8.11.2006 kl. 09:57
Ég FÉKK sandkorn í augun. Það var líka svo gaman að geta sýnt krökkunum þetta, ídu og Degi. Sýna þeim langafa og -ömmu svona "læf" eins og Guðný orðar það. Kv. Magga.
________________________________________________________, 9.11.2006 kl. 12:27
Þori ekki að skoða þetta í vinnunni, ef að augun á manni fyllast af sandi. Fer í það þegar ég kem heim og hr. svo í Gunnu í tilefni dagsins og verð með beina lýsingu. Bestu kveðjur, Fjóla Ásg
________________________________________________________, 9.11.2006 kl. 14:40
Búin að horfa...eins gott að ég gerði það ekki í vinnunni.
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 9.11.2006 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.