30.10.2006 | 21:58
Danmörkin!
Jæja, þá er ég búinn að vera hér í rúma 2 mánuði og kann bara rosalega vel við mig hérna! Skóinn er frábær, og ég hef verið í kór, hljóðstúdíói, hljómsveitum, matreiðslu, jóka, dönsku, og mörgu fleyra.
Eftir 2 vikur fer ég svo til Fraklands í skólaferð og hlakkar rosalega til þess!
SVO er það aðal spennan! þegar ég kem aftur hingað eftir jólin verður farið beint í flug aftur með 18. vinum mínum, og þá til Kenýa, þar sem til stendur að halda áfram til Tanzaníu í 18 daga, og þar verður farið í landsbæ, þar sem við verðum að kenna ensku og fl. Jafnvel förum við í fjallgöngu á Kilimanjaro og jafnvel líka til Zanzibar! Þetta er allt saman rosalega spennandi og hlakkar mig svakalega til! :D
Eftir Tanzaníuna fer ég aftur til Uldum og verð þar til mars og skrifa nú örugglega aftur fyrir þann tíma! :D
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Bíddu....var þetta ekki örugglega Sigurður Grétar? En það er greinilega ekkert leiðinlegt hjá þér! Kilimanjaro!! VÁ!!
Kv. Guðný (smá öfundsjúk)
________________________________________________________, 31.10.2006 kl. 18:54
Heyrdu, Jú tetta er ég!
Sigurdur Grétar!
________________________________________________________, 31.10.2006 kl. 22:32
ja.. mér heyrist að það sé fjör hjá þér! Gangi þér bara vel að príla upp á Kilimanjaro - mig langar ekki með
er alveg sallaróleg bara niðri á jafnsléttunni. Kv. Magga Á.
________________________________________________________, 1.11.2006 kl. 10:38
hehe, maður er að reyna að komast í eitthvað fom en það er viða lítið hægt að príla hérna, ekki mikið um hóla hérna! ;) annars verður maður bara í sælu á zanzibar með þeim sem ætla þangað á meðan!
Kv. Sig.Gretar
________________________________________________________, 1.11.2006 kl. 16:37
Sæll Sigurður Grétar.
Það er gaman að heyra frá þér. Mér finnst alltaf frábært þegar Jörfaliðar hafa kjark til að stíga út af þessu venjulega fari og feta ókunnar slóðir. Þið Stefán Bjartur eigið heiður skilinn fyrir að þora að fara aðrar leiðir en við hin sem húkum í skammdeginu og getum ekki annað en látið okkur dreyma. Það er aðdánunarvert að þú skulir ekki elta okkur sem fetum þessa venjulega slóð og fara út til Danmerkur. Mér sýnist það hafa gefið þér ýmsa möguleika og ég vil óska þér góðrar ferðar til Afríku. Ég öfunda þig en vona að aðrir Jörfaliðar taki þig og Runólfssyni til fyrirmyndar því "sá sem víða ratar verður margs vís". Það er víst.
Gangi þér vel og láttu heyra frá þér sem oftast á Jörfavefnum.
Óli Ara og kó.
________________________________________________________, 2.11.2006 kl. 22:25
Góðar kveðjur til "útlendinganna" frá Akranesi. Það verður gaman að sjá ykkur þegar þið komið heim.
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 6.11.2006 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.