Maður fer nú bara að verða hræddur.....

....veit ekki hvort ég þori að koma heim aftur!  Níu ára krakkagemlingar að ræna kennaranum sínum!  Það er eins og ef bekkurinn minn tæki sig til Bandit!!

En krílin mín eru svo miklir englar að ég á von á betri mótttökum en þetta þegar ég kem heim frá Barcelona. Þessi vika hérna er búin að vera aldeilis frábær og ekkert spennandi að koma heim í slabbið og hríðina sem mér sýnist vera á Dalvíkinni draumabláu þegar vefmyndavélin góða er skoðuð.
 Við erum búin að vera mjög heppin með veðrið, gott íslenskt sumarveður alla daga, hitinn 17-24 gráður yfir daginn og um 15° á kvöldin. Búið að taka út alla helstu ferðamannastaðina í Barcelona, La sagrada familia, Gaudigarðinn, Montjüic hæðina með kastalanum, enska þorpinu o.fl. Dýragarðurinn skannaður, Gotneska hverfið tekið í nefið og aðeins kíkt í búðirCool

En nú er að tæma íbúðina og klára pakkann, eigum flug heim um miðnætti.

Guðný og gaurar. 


mbl.is Ætluðu að ræna kennaranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vildi að ég hefði verið með ykkur í sólinni maður er kaldur inn að beini  og ekki víst að sumarið nái að ila alla leið  Sjáumst vonandi um næstu helgi glöð og kát.

Magga (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: ________________________________________________________

Hlakka til að hitta ykkur næst Kv Ása Björk

________________________________________________________, 5.4.2008 kl. 14:22

3 identicon

Ææææ  Gústi bendir mér á að ég gleymdi að kvitta geri það núna

Kveðja Magga

Magga (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 12:02

4 identicon

Já, merkilegt þetta enska þorp, hvað með það syss.....

Guja (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:54

5 identicon

Já Guðný mín, Barcelona er dásamlegur staður! Væri alveg til í að fara þangað aftur og aftur.. ég fær nánari ferðasögu síðar.. hvað þið skoðuðu og gerðuð og sáuð :)

Sjáumst svo öll á ættarmótinu í sumar! er ekki komin stemmning fyrir því?

Kveðja

Erla (Jóffudóttir)

Erla Ólafsdóttir Lomm (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 12:58

6 Smámynd: ________________________________________________________

Æi Guja, þetta var nú óþarfi!!   En í alvöru, ég kalla þetta blessaða spænska þorp ALLTAF enska þorpið!

Erla, takk fyrir kommentið - alltaf gaman þegar svona flækingar kvitta fyrir sig !  Það styttist óðfluga í ættarmót - verður örugglega mikil fyrirmyndarmæting hjá Jörfaliðinu að vanda!

kv. Guðný

________________________________________________________, 7.4.2008 kl. 16:05

7 identicon

Já, það er búið að staðfesta að a.m.k. 40 manns úr Jörfaliðinu mæta á ættarmót.  Ég held að við getum verið mjög ánægð með það.  Og vonandi fjölgar bara  !

Guja (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 11:00

8 Smámynd: ________________________________________________________

Snilld. Svo komum við til með að eiga inni gott veður - eða það finnst mér minnsta kosti. Kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 9.4.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband