8.3.2008 | 17:49
Halló frændfólk! Ég er komin í heiminn!!
Í gærkvöldi um hálfsjö mætti í þennan heim lítil Lilju- og Svavarsdóttir. Ég fékk að fljóta með í dag þegar amman og afinn fóru í heimsókn með "stóru" systkinin. Mikil gleði, enda nýja systirin stórmyndarleg. Mjög öflugur kvenmaður, sýgur brjóstið af krafti og lætur í sér heyra. Tók gestunum af yfirvegun, hleypti í brýrnar og fylgdist með af athygli. Flott stelpa, dökkhærð með heilmikinn lubba og krúttlegt pétursspor í hökunni. Glæsileg viðbót við Jörfaliðið
!!
kv. Guðný ömmusystir.
Ps. Fleiri myndir í albúmi!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ohhhh, hvað hún er mikil dúlla
Sendum okkar bestu hamingjusóskir til ykkar allra. Bíðum spennt eftir myndunum.
Akraselir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 18:09
til hamingju með litlu´sætu snúllu er hún ekki lík bróa sínum?
kv Helga Sess
________________________________________________________, 8.3.2008 kl. 19:35
Elsku Lilja og Svavar innilega til hamingju med litlu dotturina kvedja Helga og co Noregi
________________________________________________________, 8.3.2008 kl. 21:42
Innilega til hamingju með litlu stelpuna. Reynið nú að taka því rólega og njóta þess að vera saman heima.
Kveðja frá Danmörku,
Óli Helgi.
Óli móðurbróðir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 22:05
Bestu, bestu hamingjuóskir - ég stefni á Dalvík í páskafríi, kannski að maður fái á sjá.....? kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 8.3.2008 kl. 23:05
PS....Fjóla Ásg og fjölsk
________________________________________________________, 8.3.2008 kl. 23:07
Til hamingju litla fjölskylda
Kv-Ása Björk
________________________________________________________, 10.3.2008 kl. 09:25
Innilega til hamingju með þessa myndarlegu stelpu! Vonandi heilsast öllum vel.
Kv. Gústi & co.
________________________________________________________, 10.3.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.