21.2.2008 | 10:48
Ættarmót - framhald .....
Æi - elsku mágkonur, mágar og tengdabörnin öll, stór og smá. Auðvitað áttu þið líka að vera talin með í færslunni áðan. Ég var að vanda mig alveg rosalega, þetta er nefnilega fyrsta alvöru bloggfærslan mín á jorfalidid.blog.is og ég las nefnilega vel og vandlega yfir áður en ég vistaði en sá svo þegar allt var farið úr höndunum á mér að upphafið var mjög aumingjalegt, auðvitað vantaði ykkur
Það væri nú lélegt Jörfaliðið ef ykkar nyti ekki við. Jæja - vista og birta á ný !!!!! Kær kveðja, Guja svarta.

Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ja, mikið helvíti stendur þú þig vel Guja svarta systir! Fyrsta bloggið á ævinni, og svo strax annað!
En....ég verð nú að taka undir það að Jörfaliðið væri nú hálflélegt ef mág-dótið væri ekki með. Þá er ekki einu sinni víst að við værum svona góð, ef Geiri væri ekki, manstu....
kv. Guðný.
Ps. Er ekki málið að blása til samæfingar í Gamlanum kvöldið fyrir ættarmót, eða eitthvað? Ég sé fyrir mér fjöldasöng undir harmonikku- og gítarleik, t.d. væri frábært ef Gunna systir eða Stebbi bróðir myndu snara saman góðum texta við Jörfalagið hans Geira (Jörfagleði) og svo syngja allir Jörfaliðar með sínu nefi? Og þeir Brekkubræður og aðrir sem eru góðir á gítar spili með? Það væri hægt að læra textann og æfa hann í öllum landshornum og samæfa svo rétt fyrir.....Nei, ég segi nú bara svona.
________________________________________________________, 21.2.2008 kl. 19:25
Reyndar erum við svona falleg af því að Geiri er svo góður..... dálítið snúið en svona er það nú samt.
Og mikið rosalega verður þetta ferlega gaman - og það ætti ekki að vefjast fyrir Jörfaliðinu að snara fram góðu atriði. Guja.. verða ekki verðlaun fyrir besta atriðið?
Kv. Magga
________________________________________________________, 22.2.2008 kl. 10:31
Bíddu við mætum bara það er besta atriðið svona fyndin og skemmtileg ég er alla vega alltaf í hláturskasti þegar við hittumst það er svo gaman kv Helga sess sem hlakkar svo hroðalega til
________________________________________________________, 22.2.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.