LOKSINS ! LOKSINS ! ÆTTARMÓT ÓSÆTTAR 2008

Kæru systkini, börn, barnabörn og barnabarnabörn.   Loksins er búið að staðfesta það, að Ósættarmót verður haldið helgina 18. - 20. júlí næstkomandi, þ.e. helgina fyrir tónleikahelgina, sem er haldin helgina fyrir verslunarmannahelgina Smile 

Vonandi hentar þetta öllum í Jörfaliðinu einstaklega vel og þarf ég að fá upplýsingar fyrir 15. mars n.k. um áætlaða þátttöku frá okkar armi.  Sennilega best að gömlu systkinin fái upplýsingar frá sínu fólki og láti síðan mig vita (vá hvað þetta er gaman, nú fæ ég fréttir frá öllum Grin ) 

Nánari dagskrá verður svo birt síðar, en ljóst er nú þegar að hver fjölskylda verður að koma með sitt eigið skemmtiatriði (Jörfaliðið = ein fjölskylda) svo að nú hefst tími mikillar samkeppni innan Jörfaliðsins.  Takið nú fram skriffærin, leikrit-söngleikir-óperur - hvað sem er, bara skemmtilegt.  Eina vandamálið er að við fáum víst ekki meira en 10 mínútur til flutnings, Torfi benti á að ef reiknað væri með 5-10 mín. á fjölskyldu væri þetta skemmtidagskrá upp á  c.a. 90 mínútur, sem mér finnst sko alveg frábært.  ÞETTA VERÐUR BARA GAMAN.

Kærar kveðjur frá Guju, sem kom frá Kanarí í nótt, svört eins og syndin Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Hjálp hvað ég hlakka til - Kv, Ása Björk

________________________________________________________, 21.2.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: ________________________________________________________

Veiiiiii....Fjóla Ásg.

PS. Ætli verði ekki farið að braska með tímakvótann? Eigum við að reyna að kaupa? 

________________________________________________________, 21.2.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: ________________________________________________________

...eða við nánari umhugsun, selja? Torfi, viltu kaupa....?  Kv. Fjóla

________________________________________________________, 21.2.2008 kl. 12:47

4 Smámynd: ________________________________________________________

Það var laglegt! Takk fyrir þetta systir góð og velkomin heim.
Fjóla, við verðum að hella okkur í kvótakaup og kaupa nokkur mínútuígildi. 10 mínútur er auðvitað enginn tími!
Ættarmót, Bræðslan, Álfarborgarsjens! Rétt Ása....hjálp!!!

Kv. Gústi.

________________________________________________________, 21.2.2008 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband