Ég skal blogga.....

Góða kvöldið kæru ættingjar. Nú skal ég henda inn nokkrum línum - við fjölskyldan hér í Þrastarhóli vorum að koma heim eftir ánægjulega dvöl á Akranesi. Fórum þangað til að líta eftir frumburðinum sem virðist vera að pluma sig vel þrátt fyrir sáran aðskilnað frá fjölskyldu sinni Gráta Hann er sem sagt " a live and well" Fjóla systir sér um að gefa honum að borða og er hann að sjálfsögðu komin með matarást á henni - ekki skrýtið!! Er að fara að sækja um skólavist í fjölbraut á Akranesi eftir áramótin, þannig að líklega er hann ekkert á heimleið alveg á næstunni. Nú í þessari ferð lentum við í gríðarlegri afmælisveislu þar sem verið var að halda upp á 1. árs afmæli Katrínar Fjólu Ásgeirsdóttur, þetta var svona smá boð.... líklega voru þarna mættir á milli 30 og 40 manns og veitingar ekki af lakara taginu. En afmælisbarnið tók þessu af stóískri ró eins og hennar er von og vísa, virkilega kosturlegur krakki hún Katrín Fjóla. Í veisluna mætti líka Arnbjörn Ingi Grétarsson - hann er nú með meiri krúttum sem fæðst hafa held ég bara - lítill vökustaur sem hjalar og brosir út að eyrum. Endilega kíkið á þessa yndislegu og krúttlegu ættingja okkar á Barnalandi, þau eru náttúrulega óhemju lík mér í allastaði, sæt - góð- skemmtileg og indæl... Saklaus 

Annars gengur lífið hér sinn vanagang, Ída og  Dagur í sínum skóla og gengur bara vel, Dagur heldur áfram í sínu harmónikkunámi og hefur bara náð góðum tökum á því - eflaust endar hann sem mikill harmónikkusnillingur Glottandi Nú og svo stöndum við hjónin ... ja.. eða kannski aðallega Atli... í því að byggja við - erum að reisa sólskála hér við húsið sem á að hýsa heitan pott og eitthvað fleira. Potturinn reyndar kominn upp og búið að prufukeyra hann... hitt kemur svo með kalda vatninu. Við erum svo á leið til Dublinar innan tíðar, höfum nú reyndar komið þangað 2x áður - en þá rötum við bara betur á pöbbana. Jæja.. læt þetta gott heita í bili. Tek undir með Guðnýju - verum dugleg að henda inn nokkrum línum hér - það er svo gaman að fá að vita hvað þið eruð að brasa. Kveðjur góðar úr Þrasthóli - Magga Á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

æi Magga, eigum við kannski frekar að fá okkur kaffisopa saman heldur en að spjalla saman hér?

Hvar eru allir?? Kv. Guðný tölvunörd

________________________________________________________, 9.10.2006 kl. 15:40

2 Smámynd: ________________________________________________________

Þið getið bara fengið ykkur kaffisopa líka. Bannað að hætta að skrifa hér inn.

Hér er allt gott að frétta. Heima hjá mér gengur allt sinn vanagang, fólk kemur og fer. Ég er ekki að fara til Dublin. Þarf samt að fara eitthvert í febrúar þegar eiginmaðurinn verður fimmtugur (OMG). Ætti ég kannski bara að yngja upp?

Hvar finnst ykkur? Við fórum til London þegar hann varð fertugur. Svo fórum við til Akureyrar þegar ég varð fertug....fékk nú óvænta afmælisveislu á Dalvík í sárabót.

Kv. Fjóla klöguskjóða

________________________________________________________, 10.10.2006 kl. 11:20

3 Smámynd: ________________________________________________________

Góða Fjóla... þú ert nýkomin frá Tenerife og hættu þessu væli. Hins vegar finnst mér svo sem alveg að þið hjónin ættuð bara að bóka ykkur í siglingu á Karabíska í tilefni afmælis Viðars gamla :o) En vitið þið að Helga syss er að fara í siglingu í Karabíska. Helga... segja frá, hún er búin að fá sér geggjaðan kjól í tilefni ferðarinnar... Helga... ég skal bara segja frá... Kv. Magga skúbbari.

________________________________________________________, 10.10.2006 kl. 12:04

4 Smámynd: ________________________________________________________

Hef sjaldan orðið lukkulegri en þegar Akraborgin hætti að sigla. Ætti nú ekki annað eftir en að fara að elta uppi skip í öðrum heimsálfum.

Kv. Fjóla

________________________________________________________, 10.10.2006 kl. 13:50

5 Smámynd: ________________________________________________________

það er eins gott að maður verði ekki sjóveikur og gubbi á fína kjólinn .Í alvöru er að fara í siglingi og hlakka ekkert smá til siglum í viku og verðum síðan aðra viku í Orlando ,smá kvíði er píííínu flughrædd bara smá .KV Helga Sess

________________________________________________________, 11.10.2006 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband