13.2.2008 | 09:43
Þegar fátt er um skemmtanir....
...þá skuluð þið endilega drífa ykkur á svona heimakynningar. Þetta er ákaflega vanmetið og sumt fólk (konur) stynur ef boð berst á slíka. Ég var á einni hreingerningarvörukynningu í gærkvöldi og skemmti mér alveg konunglega. Ég komst að því að það er til fólk (konur) sem þvær hjá sér gluggana a.m.k. einu sinni í mánuði - utan og innan -, burstar í sér tennurnar með eldavélarhelluhreinsi og hreinsar sturtuklefann á meðan það er í sturtu.
Kv. Fjóla Ásg - alveg að fara að þvo gluggana, veit ekki um hitt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Fjóla - ertu að grínast... Það er ótrúlegt hvar áhugamál fólks liggja. Ég hefði ekki einu sinni hugmyndaflug í þetta hvað þá framkvæmdaþrek.
Kv -Ása Björk
________________________________________________________, 13.2.2008 kl. 12:25
Ég bara endurtek, farið á svona kynningar..... í gær keypti ég ,,fatahanska" sem er allt annað og mikkkkklu betra en gamaldags - fatabursti.
Kv. Fjóla Ásg (á líka tupperware....)
________________________________________________________, 13.2.2008 kl. 14:09
Ég þvæ gluggana (rúðurnar) að utan, þvæ bílinn og sópa tröppurnar þegar ég er í sturtu.
ÓA.
________________________________________________________, 15.2.2008 kl. 15:12
Ókey Óli - þú ert semsagt með útisturtu
Smá föstudags til foreldra, það sem við segjum vanalega á einum sólarhring tekið saman í 3 mín:
http://www.youtube.com/watch?v=uFYcmZEOvW4
Góða helgi - Ása Björk
________________________________________________________, 15.2.2008 kl. 16:30
Magnað myndband! Óli, þú ert súpermann, ég hef alltaf vitað það.
Elsku Fjóla mín - hefurðu aldrei hugleitt að byrja í golfi? Eða eitthvað?? Fatahanski.....kommon!!
Kannski missi ég mig í eitthvað svona þegar ég flyt í Ásveginn, aldrei að vita...
kv. Guðný.
________________________________________________________, 15.2.2008 kl. 21:54
Ég ætla að eiga golfið inni um hríð...læt fatahanskann duga, ja, nema að ég fari bara að selja hreingerningarvörur
kv, Fjóla Ásg. PS Óli, þú mátt koma í sturtu heim til mín, any time. Gluggarnir eru doldið drulló núna.
________________________________________________________, 18.2.2008 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.