2.2.2008 | 18:38
Nýja húsið okkar!!
Já, haldið þið ekki bara að við höfum verið að kaupa okkur hús!! Ég veit ekki hvort þetta fylgi því að verða fimmtugur, en allavega ákváðum við hratt og örugglega að skella okkur á þetta hús að Ásvegi 1, í næstu götu norðan við okkur. Gerðum tilboð sem húseigendur samþykktu, skrifum undir eftir helgina.
Nú þurfum við bara að selja íbúðina okkar jafn hratt og örugglega - vitið þið um kaupanda?
Hún er hérna:
http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=283665
kv. Guðný og Siggi, Ásvegi 1.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hei svona á að gera hlutina annars gerist ekki neitt til hamingju með þetta ég get bara ekki beðið eftir að verða fimmtug kv Helga sess hamingjusama
________________________________________________________, 2.2.2008 kl. 22:50
þetta er æðislegt hús var að skoða það betur flottur pallur með þessum líka fína potti sem ég get legið í þegar ég kem í heimsókn eldhúsið frábært ooooég fíla svo vel hús frá þessum tíma kv Helga Sess
________________________________________________________, 2.2.2008 kl. 23:02
Til hamingju með þetta! Þetta hús lítur aldeilis vel út. Við erum einmitt í sömu hugleiðingum en það er ansi erfitt að kaupa sér íbúð sem er 1800 km í burtu. Sem betur fer hafa mamma og pabbi verið dugleg að skoða fyrir okkur og vonandi getum við gengið frá sölu sem fyrst. Kveðja frá Danmörku, Óli Helgi.
Ólafur Helgi Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 09:52
Kærar þakkir. Já, Óli ég trúi því að þetta sé ekki auðvelt - hvað þá svona á milli landa! Vonandi gengur þetta samt vel hjá ykkur, verst að "gamla settið" er að skella sér til Kanarí, mitt í húsakaupunum hjá ykkur!
Helga mín Sessa, viltu ekki bara kaupa íbúðina okkar í Hjarðarslóðinni - Siggi segir að þú getir fengið eins mikla vinnu og þú vilt í Frystó!
Skrifuðum undir kauptilboðið í kvöld - allt að gerast!!
kv. Guðný.
________________________________________________________, 3.2.2008 kl. 22:45
Guðný þú selur húsið strax þetta er svo fínt hús . Þú mátt þakka Sigga gott boð en ég er hætt í fiski ,ætla bara að koma með sundföt í pottinn sýnist hann vera svo stór að hægt sé að taka nokkur sundtök KV Helga sess vel synta
________________________________________________________, 3.2.2008 kl. 22:58
Innilega til hamingju með húsið. Viðar fékk einmitt svona hugmynd þegar hann varð fimmtugur í fyrra. Svo tók aldurinn að segja til sín og hann gleymdi þessu. En talandi um hús.... við hjónin í félagi við vinahóp sem við eigum í dásamlegu yfirlæti í Ensku húsunum um helgina - frábært að skipta svona um gír. Maður er alltof oft að sækja vatnið yfir lækinn.
Óli H, hvar er helst verið að skoða fyrir ykkur hús þ.e. hvaða kjördæmi - vonandi ekki á Kanarí?
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 4.2.2008 kl. 12:07
....við hjónin VORUM í félagi....
Flýta sér hægt, kv. F
________________________________________________________, 4.2.2008 kl. 12:09
Til hamingju með þetta Guðný mín og Siggi. Er þetta stærra hús?
Já, Fjóla það er svo sannarlega gott að vera í góðra vina hópi í Ensku. Þetta hús umvefur mann. Bless á meðan - Ása Björk
________________________________________________________, 4.2.2008 kl. 14:08
Takk, takk. Ég er alveg að ná þessu - held ég...... þetta gerðist svo hratt!
Húsið er töluvert rúmbetra en okkar, herbergin reyndar hvorki fleiri né stærri, en fín stofa, hægt að taka á móti fullt af gestum, þvottahús með sér inngangi, tvö salerni, flottur sólpallur, bílskúr, heitur pottur og gestahús við pallinn. Bara flott! Þið getið séð meira hérna:
http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=276174
kv. Guðný
________________________________________________________, 4.2.2008 kl. 19:45
Til hamingju með þetta líka fína hús, frábært að fá svo líka heitan pott með.
Kv. Magga og örugglega Gústi
Magga og co (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 15:33
Ohhh, vá....
þetta er æðislegt hjá ykkur. Innilega til hamingju með nýja húsið, gestahúsið (þetta er svo sannarlega tveir fyrir einn), heita pottinn og allt saman. Vonandi selst hitt sem fyrst.
Knús og kossar úr Akraselinu
Akraselir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.