18.1.2008 | 21:26
Ylur í kroppinn
Hvernig væri nú að fara að láta heyra aðeins í sér? Allir komnir á kaf í snjó eða hvað? Vonandi fer nú að bresta á hér á norðurhjara, við viljum alveg fá meiri snjó. Smelli þessari mynd frá síðasta sumri inná vefinn, aðeins að fá yl í kroppinn, eða sálina allavega! Þessi dagur fannst mér alveg meiriháttar - jafnvel toppurinn á sumrinu! ......ókey, fyrir utan tónleikakvöldið :)
Látiði heyra í ykkur, smellið inn bloggi eða eitthvað!
Hvernig gengur með nýjasta Jörfaliðann á Skaganum? Fleiri á leiðinni? Jú, einn hjá Lilju og Svavari og annar á Mýrunum....... magnað.....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sól og hellingur af snjó í Hólminum síðustu daga.
Kv. SteiniJ og co.
ps. hvað er Magga að syngja?
SteiniJ (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 22:53
Sæl veriði
Skemmtilegt hvað við feðgin erum með líkan hvirfil
En...... Í gær var ég að kíkja á YouToube myndbönd með strákunum mínum, sem er ekki í frásögu færandi, og vitiði á hvað við rákumst þar?????
Þetta: http://www.youtube.com/watch?v=nUhDTlOI65Y&NR=1
Flottur
Og svo á Óli bóðir afmæli í dag.... hann er líka flottur. - Kv. Ása Björk
________________________________________________________, 18.1.2008 kl. 22:55
Til hamingju með afmælið kæri frændi Óli Gústi, ertu þarna einhversstaðar? Kannski einn af þeim sem liggja á hleri" ?
G.S.Ól.
________________________________________________________, 18.1.2008 kl. 23:27
Magga söng: "Ég held ég gangi heim, held ég gangi heim....." eða var það "Nú kemur vorið sunnan að.....", man ekki alveg....?
________________________________________________________, 18.1.2008 kl. 23:36
Já Guðný, ég hlusta mikið hér á jörfasíðunni, ég er soldið þessi þögla týpa eins og þú veist. Og takk fyrir kveðjuna
Allt gott að frétta, ég var að koma inn úr mikilli fjallgöngu, þar sem Þverfellshornið var líkara "Hillays Step" en sjálfu sér. Mikill meðbyr í vinnunni akkurat núna, sýningin Fool 4 love sem ég er meðframleiðand að er að slá algjörlega í gegn. Mæli með því að fólk kíki á hana. (jörfaslektið fær að sjálfsögðu afslátt)
Búinn að sækja um hreindýr, og ef ég fæ ekki dýr núna þriðja árið í röð, þá fer ég að halda að þetta sé eithvað persónulegt!
Stefán Óli er að skipuleggja ferð á Borgarfjörð, og mér skilst á honum að fyrsti tíminn sé bestur í þeim efnum. Þar af leiðandi hefur komið til tals að fljúga austur snemma í vor, Jafnvel um páskana ef aðstæður eru okkur í hag. Það kemur í ljós með hækkandi sól.
Bestu kveðjur úr Skerjafirði - Óli Stef.
________________________________________________________, 19.1.2008 kl. 14:06
Já, ég hlaut að fá viðbrögð frá þér Óli minn!
Veit það eru fjölmargir sem hlera - hef bræður þína báða grunaða, og föðurinn líka þótt það sé lítið um bloggfærslur frá ykkur. Það kæmi aldeilis skemmtilega á óvart að fá eina færslu úr Brekkubæjum 
Mér þykir það harka að æða upp á Esjuna nú þegar allra veðra er von. Ég er sammála um hreindýraleyfið, er ekki málið að skreppa austur núna þegar lögreglan varar sífellt við dýrum á þjóðveginum? Og keyra bara óvart yfir eitt? Nee...ég segi nú bara svona.
Mig langar aldrei meira austur en þegar veðrið er slæmt, langar verulega að fara að upplifa það að vera veðurteppt í Gamlanum, ófært yfir Vatnsskarðið, rafmagnslaust og Kaupfélagið lokað......mmmmm....
kv. Guðný
________________________________________________________, 20.1.2008 kl. 12:16
Sæl öllsömul!
Hér gerði versta veður í nótt. Ég fór út klukkan að ganga fjögur til að loka geymsluhurð sem hafði fokið upp og bjarga ruslatunnunni sem komin var á flakk um lóðina. Og innihaldið sömuleiðis!
Þetta er í annað sinn á fáum vikum sem gerir svona vont veður hérna, en á milli jóla og nýárs upplifðum við mesta hvassviðri sem komið hefur í okkar búskap hér á Egilsstöðum.
Við Magga vorum að ræða þorrablótið á Borgarfirði, en við stefnum á að fara þangað. Taka eina góða þorrahelgi í Gamla-Jörfa. Hverjir ætla að koma með?
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 20.1.2008 kl. 15:11
Best að hafa ekki mörg orð um það - gæti verið að Helga Björg væri að hlera.....
kv. Guðný, alltaf á austurleið!
________________________________________________________, 20.1.2008 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.