9.1.2008 | 20:52
Jörfalækurinn í ham!
Eiki í Hafbliki þurfti greinilega að standa í ströngu við að verja landareign okkar á dögunum. Helga Björg sendi mér þessar myndir - það hefur greinilega ýmislegt gengið á! Já, það fer ekki á milli mála
að húsvörðurinn okkar þarf að gera fleira en að tæma músagildrur og kveikja á aðventuljósi á meðan Gamlinn er í hvíld frá Jörfaliðum! 



Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Svakalegt.....getur verið Gunna hafi gleymt að ,,sópa" Lækinn? Ekki ónýtt að hafa svona húsverði. Bestu kveðjur af Skaganum, Fjóla Ásg
PS Annars eru Gunna og Geiri komin eina ferðina enn. Tengdasynirnir á Skaganum fóru með þeim í morgun að skoða tjaldvagn. Samt segjast þeir vera alveg glaðir að fá þau í heimsókn.....
________________________________________________________, 10.1.2008 kl. 13:35
Vá.. mér brá ekkert smá þegar ég leit fyrst á myndina. Fannst bara eins og afi sjálfur stæði þarna og verði bæinn - en svo horfði ég betur og sá að þetta var húfan hans Eika
En já... mikið ósköp er gott að hafa góða granna og ég held að mamma verði að standa sig betur í sumar og þrífa lækinn almennilega! Kv. Magga.
________________________________________________________, 10.1.2008 kl. 14:41
Það er til mynd af því þegar Siggi Jörgen sópaði lækinn af miklum krafti sl. sumar, þannig að það er ekki það. Nema hann hafi ekki viðhaft réttu vinnubrögðin?
kv. konan hans
________________________________________________________, 10.1.2008 kl. 16:58
Kveðja frá konunni sem sópar lækinn sinn ,hún hætti við að kaupa tjaldvagninn.Það er búið að vera svaka fjör hjá okkur, Arnbjörn er alveg að ná öllum þessum ömmum og öfum .Hann verður ekki sáttur þegar allir eru farnir og hann situr bara uppi með eina ömmu sem kann ekki sinni að spila á harmonikku .langiafi Geiri er búin að spila og Arnbjörn dansar og dillar sér. KV Helga sess helsátt með lifið og tilverunna
________________________________________________________, 10.1.2008 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.