1.1.2008 | 01:43
Gleðilegt nýtt ár!
Gleðilegt nýtt ár elskurnar og takk fyrir það liðna! Megi árið 2008 verða okkur öllum skemmtilegt, gott, blítt, árangursríkt, hagsælt og ég veit ekki hvað! Ár kartöflunnar er runnið upp og þá er gott að halda veislu.....ég veit um nokkra sem eiga merkisafmæli í ár. Er fimmtugt annars nokkuð mikið?
Kveðja úr Miðgarðinum á Egilsstöðum,
Gústi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár sömuleiðis allar dúllurnar mínar!
Gústi, Siggi segir að 50 ár sé sko ekkert mikið!
Var að koma úr hófi í Sunnubrautinni þar sem veitingar voru í óhófi að vanda. Lilja "amma", 89 ára gömul (verður níræð 20. janúar) fór síðust úr partíinu, ótrúlega brött ! Svo 50 er ekki neitt neitt.....
GSÓ
________________________________________________________, 1.1.2008 kl. 03:56
Gledilegt nytt ar kæri frændi og fjølskylda, og allir hinir i Jørfalidinu! 50 ar er ekkert, ekki fyrir okkur med godu genin allavega. Tu mannst hvad Bothildur frænka sagdi tegar vid fermingarsystkinin hittumst: Alveg otrulegt hvad allir i hopnum eru fallegir! Tannig ad 58 modelid er klassamodel! Eg verd ørugglega ad heiman tegar tetta skellur a, Sveina ætlar ad bjoda mer til London. Annars væri best ad gera eins og Kjalli brodir, hann for i Mjoafjørd og var ekki i simasambandi i nokkra daga! Her høfum vid haft roleg og god jol og aramot, mikid af pøkkum og mikill matur. Vid hittumst a ættarmoti i sumar, hefur einkver hugmynd um hvort dagsetningin er su sama og adur? Bestu kvedjur til ykkar allra fra Ella og fam. Norge
Elli frændi (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 13:09
Gleðilegt ár og takk fyrir gamla.
Gaman að sjá frá þér, Elli frændi - Sigga, ertu þú ekki þarna líka? Mikið eru Elli og Gústi heppnir að hún Bóthildur skuli vera svona jákvæð. Ég er búin að vera í stanslausum fimmtugsafmælum þetta árið, svona kornung eins og ég nú er. Maður hefur nú svona frekar verið að benda afmælisbörnunum góðfúslega á að nú færi þetta að léttast, leiðin lægi bara niður á við. Ég sé núna að það hefði verið betra að tala um það hvað þau væru falleg....
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 2.1.2008 kl. 11:28
Gleðilegt ár öll. Ég og mín famelía eyddum áramótunum á Akranesi í góðu yfirlæti. Þar var mikið etið, hlegið og spjallað, bara stuð. Reyndar fannst Degi við fara fullsnemma að sofa, rétt um fjögurleytið... það var nú alveg nógu seint fyrir mig allavega
Og talandi um merkisafmæli.... gvöð hvað er stundum heppilegt að eiga afmæli í desember - alveg heilt ár í að ég verði fertug
En megi nýja árið færa okkur öllum, taumlausa gleði og skemmtilegheit. Kv. Magga
________________________________________________________, 2.1.2008 kl. 14:24
Halló kæru vinir og ættingjar um land allt gleðilegt ár og vonandi líður ykkur öllum sem best.Hér eru allir góðir og helsáttir eftir jól og áramót . Þetta er búin að vera óvenjunotalegt með mömmu og pabba um jól og Möggu syss um áramót það gerist varla betra . KV Helga sess en í jólaskapi og smá smeðjuleg
________________________________________________________, 2.1.2008 kl. 20:43
Við í Akraselinu sendum öllum í Jörfaliðinu (líka þeim sem fengu jólakort frá okkur) góðar óskir og von um gleðilegt nýtt ár 2008. Hjá okkur voru jólin frekar hefðbundin nema hvað við brugðum aðeins útaf hefðinni í mat bæði aðfangadag og gamlársdag. Í staðinn fyrir ágæta Entrecote steik, sem við höfum eldað undanfarin ár, vorum við með innbakað Wellington file á aðfangadag og Bayonne skinku á gamlársdag, sem gafst vel (allavega kláraðist það hvoru tveggja). Þann 29. desember fórum við í heimboð til Obbu og Palla (Þórðarsonar frá Sigtúni) í stað annars í jólum eins og venjan hefur verið undanfarin ár. Áramóti voru hefðbundin, nema hvað flugeldarnir fóru allir lárétt til nágrannans og sprungu þar.
Erfiðlega hefur okkur fundist að snúa sólahringnum við aftur, en við höfum síðustu daga verið á tíma Wellington (sem hefur ekkert með Wellington steikina okkar að gera, en er höfuðborg Nýja-Sjálands (þar búa um 370.000 manns). En það kemur sennilega þegar skólinn byrjar og vinnan fyrir alvöru.
Annars er allt gott að frétta héðan. Ýmir er í fjórða bekk Öluselsskóla, og er einnig á kafi í trompet spilamennsku hjá Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts, Skúli er á fullu í Versló og gengur mjög vel (að því sem ég hef frétt), og Óli Ara er enn í tölvumálum hjá Gildi - lífeyrissjóði. Það var breyting hjá Sigrúnu núna um áramótin. Fyrirtækið sem hún vann hjá, Atlantis Iceland, var lagt niður. Hún var ráðin í hlutastarf hjá móðurfyrirtæki fyrirtækisins sem var lagt niður, Atlantis Group. Einnig hefur hún ráðið sig til Pósthússins sem aðalbókari.
Annars er allt gott að frétta út Akraselinu og ekkert frekar þaðan.
Kv/ÓA
________________________________________________________, 4.1.2008 kl. 11:02
NÝÁRSKVEÐJA
GLEÐILEGT ÁR FRÆNDFÓLK ALLT !
ELLERT JÓN OG ÁSTA
Ellert Jón Þorgeirsson (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 21:42
Sælinú allir. Virkilega gaman að sjá hverjir eru að kíkja inná þessa síðu okkar. Greinilega heilmikil umferð; innlit í dag: 31, flettingar í dag 302. Frábært að fá kveðjur frá "ótrúlegasta" fólki, s.s. Ella og Elló, bara gaman að þessu!! Fékk bréf frá Siggu frænku í Norge, þannig að hún er á lífi líka, þótt hún láti ekki "sjá" sig hérna! Hún sagðist hafa verið að skoða síðuna okkar og bað að heilsa, er ákveðin í að mæta á ættarmót næsta sumar.
Gaman hvað matarvenjur eru mismunandi hjá Jörfaliðum. Á meðan við göddum í okkur alíslenska rjúpu og austfirskt hreindýr, borðar Ólara Entrecote steik, Wellington filé og Bayonne skinku!
....en mikið rosalega verður fínt að byrja að vinna aftur á morgun - þetta er bara orðið helvíti gott frí !!
kv. Guðný sófadýr
________________________________________________________, 6.1.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.