Talandi um afmæli.....

IMG_0814.....þá hefði hún mamma okkar orðið 88 ára í dag ef hún hefði lifað.  Ég man alltaf eftir jólaböllunum í gamla daga heima á Borgarfirði, jólasveinarnir sungu gjarnan afmælissönginn fyrir mömmu því jólaballið var oft 29. desember. Í minningunni var þetta "alltaf", svo þetta hlýtur að hafa gerst nokkrum sinnum!

Blessuð sé minning mömmu, hún fór ALLT OF snemma.  Kv. Guðný. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Þetta sagði ég í fyrra og segi aftur: 

Ég minnist hennar með mikilli virðingu og þakklæti.  Ég hef reynt í gegn um árin að hafa hana sem fyrirmynd í mörgu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur en það hefur mér reynst erfitt þar sem ég hef ekki þann sterka persónuleika til að bera sem hún hafði.  Gleði, umburðalyndi, ástúð, vinnusemi, umhyggju, trygglyndi og endalausa þolinmæði hef ég því því miður ekki til að bera, nema að litlu leiti, en þetta hafði hún allt og gaf ríkulega af sér allar stundir svo um var talað.  Þetta kann að þykja væmið en allir sem til hennar ömmu minnar þekktu vita að frekar er úr dregið en í lagt. 

Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að alast upp hjá Helgu í Jörfa og tel mig ríkari fyrir vikið. Ég vil taka orð Ingu frænku (eldri) mér í munn þegar hún var að rifja upp hvað amma Helga var ung þegar hún dó, og hafa verið notuð áður á þessum vettvangi: "Það var nú meiri  óþarfinn...."

 Blessuð sé minning hennar.

Óli Ara.

________________________________________________________, 29.12.2007 kl. 23:24

2 identicon

Þakka þér fyrir Óli minn, þetta var fallega sagt.

S.Ó.

Stefán (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 02:07

3 identicon

Hugsið ykkur Jörfafólk, að vera svo ríkur að muna eftir afa heitnum eins og ég væri hjá honum, og ilminum og skyrtunni hennar ömmu.  Mikið er ég heppinn.

HHS

Hjörleifur (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband