28.12.2007 | 00:16
Magga litla á afmæli
Já, það hefur örugglega verið erfitt að eiga afmæli 27. desember hér áður fyrr. Vörutalning í búðum og allt lokað.....allir uppteknir við jólagjafirnar sínar.....hver man eftir afmæli 27. desember!!
En hún Magga lætur sko ekki deigan síga. Enn þann dag í dag, allt frá árinu 1968, alltaf á Magga afmæli 27. desember. Daginn eftir annan í jólum. Lætur alla vörutalningu og gleymsku vina og ættingja ekkert á sig fá, gefst ekkert upp á því að eiga afmæli 27. desember.
Elsku Magga, til hamingju með afmælið, þú ert eins og ostarnir og rauðvínið - batnar með aldrinum!!
kv. Guðný Sigga, ömmusystir barnanna þinna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Maggamaggamaggamagga.
Til hamingju með afmælið.
Akraselir.
________________________________________________________, 28.12.2007 kl. 10:45
Elsku Magga! hjartanlega til hamingju með afmælið
Kveðja fra okkur í Noregi
________________________________________________________, 28.12.2007 kl. 13:18
Partý að ári ? Koma með smá pressu hérna...
Tíl hamingju með daginn í gær, syss. Kv. Fjóla
________________________________________________________, 28.12.2007 kl. 13:40
Til hamingju ljúfust - Kv. Ása Björk
________________________________________________________, 28.12.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.