Gleðileg jól, elsku Jörfalið og "síðugestir"

Jólasveinar á aðfangadagJæja, þá eru blessuð jólin að ganga í garð. Kveikt var á jólaljósunum á himnum í morgun eins og þið getið séð á myndasíðunni minni (www.flickr.com/photos/gudnysigga). Þessir myndarlegu jólasveinar börðu hér allt utan áðan, þeir voru að færa okkur jólapóstinn af Dalvíkinni. Þessi siður er 59 ára gamall í ár, en árið 1938 fékk einn kennari þá hugmynd að krakkar í unglingadeild klæddu sig upp sem jólasveina og færu svo hús úr húsi með jólapóstinn og hefur sá siður haldist óbreyttur síðan. Að launum fá þau yfirleitt fangið fullt af sælgæti og ávöxtum eins og þið sjáið á myndinni.

Annars er allt að verða heilagt hér á heimilinu, við bíðum með möndlugrautinn eftir okkar eigin jólasveini sem er að bera út póstinn í fyrsta sinn.  Spurning um hvernig matarlystin verður þegar heim kemur.....?Tounge

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og vonum að nýtt ár beri í skauti sér hamingju og gleði fyrir Jörfalið sem og aðra sem þetta lesa.

Stórt jólaknús frá Guðnýju, Sigga og strákunum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól elskurnar allar, og hafið það sem allra best.

Kveðja úr Kvíaholti.

jorfalidid (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 07:34

2 Smámynd: ________________________________________________________

Hér eru orðin gleðileg jól. Ég þarf að fara að heyra í Helgu húsi, hvort hún er ekki örugglega búin að koma jólamorgunkaffinu á borðið. Þar eru alltaf kökur og heitt súkkulaði á jóladagsmorgun. Mér tókst að koma mér hjá því að búa þann sið til. Var að lesa Karitas aftur í nótt/morgun til þess að geta byrjað að lesa ,,Óreiða á striga". Sennilega fær fólk bara afganga sem það finnur sér sjálft í mínu húsi þar til ég er búin með lesturinn.

Á Akranesi er ríkjandi að fólk keyrir sjálft út kortum og pökkum á Þorláksmessu eða aðfangadag. Í 6000 manna bæ má segja að þetta sé ávísun á umferðaröngþveiti. Mig minnir að eitthvert íþróttafélagið hafi reynt að gera þetta sama og jólasveinarnir á Dalvík gera en ekki ekki varð framhald á. Best að hvetja þá til að prófa aftur.

Jólakveðjur, Fjóla og fjölskylda

________________________________________________________, 25.12.2007 kl. 12:01

3 Smámynd: ________________________________________________________

Halló allir og gleðileg jól  Búin að hita súkkulaði og drekka það líka. Hér eru allir hressir og kátir mamma,pabbi,Nonni, Eyrún eru komin á´fætur en Unnur, Hjalti og Maggi eru en sofandi. KV Helga SESS

________________________________________________________, 25.12.2007 kl. 12:34

4 Smámynd: ________________________________________________________

Gleðileg jól kæru Jörfaliðar.

Á jóladag gengur allt í hægagangi. Jólarjúpurnar í gær voru góðar eins og venjulega og aðfangadagskvöldið rólegt og gott. Við vorum að koma úr jólaboði frá tengdó og sennilega fer hangikjötið ekki á boðið fyrr en upp úr átta í kvöld. Það er bara ekki magapláss fyrr! Hér kom óvæntur jólasnjór í fyrradag og við fengum hvít jól, en mér sýnist snjórinn reyndar á hröðu undanhaldi!

Bestu kveðjur frá okkur öllum, Gústi.

________________________________________________________, 25.12.2007 kl. 18:35

5 Smámynd: ________________________________________________________

ooooo ég kann ekki að búa til svona nýja síðu en til hamingju með afmælið elsku Magga litla syss hlakka til að sjá þið knús og kossar KV Helga sess og co

________________________________________________________, 27.12.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband