Er enginn á austurleið?

stofanEr enginn á leiðinni austur á næstunni?  Vetrarfrí í skólum eru t.d. dásamlegt tækifæri til að nýta sér þá dýrð sem við höfum aðgang að í Gamla-Jörfa. Ég lendi í því sama og í fyrrahaust að vetrarfríið mitt er á sama tíma og staðlota í KHÍ, 23. til 25. október. Er að vinna í því að ná Sigga og Hjörvari með suður, veit ekki hver niðurstaðan verður úr því. En við erum staðráðin í því að reyna að ná "langri helgi" í Gamlanum einhverntíma í haust/vetur, þótt það verði ekki í vetrarfríinu. 

Svo ég vitni enn og aftur í StórÓla þá skrifaði hann 8. nóvember í fyrra:  

 "Við fórum og gistum í Jörfa í tvær nætur.  Það
var yndislegt að hlusta á suðið í Sóló og vaggið í öldunum.  Við skiptum um
gír, hjartað hægði á sér og blóðið rann hægar en venjulega.  Það er
mannbætandi að dvelja þar."

 Það er yndislegt að skreppa austur á veturna "þegar enginn er", öðruvísi yndislegt en þegar maður hittir alla skemmtilegu ættingjana. Kyrrðin og rólegheitin eru með eindæmum!

Jæja, best að reyna að snúa sér að blessuðum bókunum, þetta er ekki sniðugt lengurSkömmustulegur

Kv. G.Ól. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

æi mikið langar mig nú austur og víst var það á stefnuskránni að skreppa þangað í eina góða haustferð. Atli er reyndar búinn að fara og það tvisvar, fór og skaut hreindýr og fékk að gista í gamla, þannig að mér finnst ég eiga inni ferð austur. Annars erum við á suðurleið um næstu helgi, Atli að fara í skólann og svo þarf nú að fara að kíkja á hvernig frumburðurinn er að pluma sig á Skaganum. Svo skilst mér að það eigi að halda upp á 1. árs afmælið hennar Katrína Fjólu og ég ætla að vona að hún systir mín reyni að standa sig í að reiða fram einhver almennileg veisluföng. Nú og svo ætlum við að bregða okkur til Dublinar í októberlok, kannski maður smelli sér á river-dans-námskeið í leiðinni bara... aldrei að vita. En kærar kveðjur úr Þrastarhólnum.

________________________________________________________, 30.9.2006 kl. 17:16

2 Smámynd: ________________________________________________________

Það var svolítið sérstakt að liggja í algerri afslöppun úti á Tenerife og sjá svo bara fyrir sér Álfaborgina, Hraunin og Gusuna, gott ef ég fann ekki lyktina úr fjörunni.

Ég fór sem sagt með bókina Karitas með mér og las hana. Frábær bók.

Lefandis ósköp langar mig austur.

Kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 2.10.2006 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband