16.12.2007 | 14:15
Jólatréð komið í hús!
Fórum í skógarreit frammi í Svarfaðardal í morgun í yndislegu veðri, ásamt vinum okkar og völdum okkur jólatré. Fyrir valinu varð falleg fura, en fyrst varð að sjálfsögðu að handfjatla nokkra tugi trjáa, rétt svona til að gleðja karlpeninginn í hópnum, sem vildu stökkva á fyrsta tréð og saga
!
Á eftir fylgdi síðan heitt súkkulaði og smurt brauð heima hjá okkur. Þetta er ein af jólahefðunum sem við höfum búið okkur til og er þetta í fjórða árið sem sami hópurinn fer í jólatrjáaleiðangur og endar í súkkulaði hjá okkur. Gaman að þessu! Fleiri jólahefðir? Hvernig er þetta hjá ykkur?
kv. Guðný jólastelpa.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Venjulega höfum við farið í jólatrjáaskóg hjá Lionsmönnum á Egilsstöðum og höggvið okkur tré. Það verður líklega ekki í ár, úrvalið þar hefur farið versnandi. En okkar tré verður alveg örugglega höggvið á Héraði, hvort við gerum það sjálf eða kaupum "forhöggvið" jólatré á eftir að koma í ljós.
Við Bjarki fórum á Borgarfjörð í gærkvöldi og fylgdumst með heimamönnum reyta og svíða jólarjúpurnar. Tókum svo þátt í árlegri matarveislu sem fylgir í kjölfarið og borðuðum selkjöt og refakjöt!
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 16.12.2007 kl. 17:48
Hvernig bragðast refakjöt ?! - Kv Ása Björk
________________________________________________________, 17.12.2007 kl. 08:43
Búin að senda jólakveðjuna í útvarpið!! Allir að hlusta a.m.k. eftir 20 á Þorláksmessu, kemur með N og S Múlasýslu!
"Sendum ættingjum og vinum á Borgarfirði eystra hugheilar jóla- og nýársóskir. Systkinin frá Gamla-Jörfa." Kv. Guðný.
________________________________________________________, 17.12.2007 kl. 17:57
Hjá okkur er þetta mjög einfalt ég príla upp á háaloft og hendi niður gervitrénu og vona að það sé sæmilega heilt síðan ég sleit það í sundur í geðvonsku kasti um síðustu jól það er ekkert gaman að taka saman eftir kv Helga sess í brjáluðu jólaskapi
________________________________________________________, 17.12.2007 kl. 19:13
Jólin eru á "hold". Skírn á laugardaginn
kv. Fjóla - ætla helst að kaupa stafafuruna í kvöld - áður en hinir kaupa þær allar
________________________________________________________, 18.12.2007 kl. 14:11
Það er svo gott með þessi blessuð jól þau koma bara. Eyrún náði ollum prófum og gekk bara vel .Unnur er mætt á svæðið og henni gekk líka vel , mamma og pabbi koma á fimmtudaginn eins gott að það verði gott veður hlakka mikið til að fá þau KV Helga sess jóa jóla jóla skraut skraut
________________________________________________________, 18.12.2007 kl. 15:50
Refakjöt er nokkuð gott Ása! Eiginlega engu líkt, það er boðið upp á refalæri.
Guðný, þú stendur þig vel! Ég hlusta.
Ég fer til Egilsstaða á laugardaginn. Óli ætlar að fljúga norður á föstudagskvöld og keyra með mér austur. Steinar kemur heim frá Danmörku á föstudag. Bjarki stendur sig vel í ME og fékk fínar einkunnir úr jólaprófunum.
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 19.12.2007 kl. 09:16
Allt að gerast í Þrastarhóli - framkvæmdum á "niðurgangi" holi og þvottahúsi lokið. Búið að fara í skóginn til tengdó og sækja tvö tré, já það dugar ekkert minna en tvö!! Eitt og annað eftir að gera.... en jólin hljóta að koma samt sem áður. Sindri væntanlegur heim annaðkvöld, náði öllum prófum (líka íþróttunum
) Ída náði sínu fjarnámsprófi með sóma og Dagur styttir okkur stundirnar með stöðugum harmonikku-jólalaga-flutningi, á að spila á litlu-jólunum í skólanaum á morgun. Mamma og pabbi á suðurleið á morgun. Og við hin erum bara góð..... Kv. Magga í jólaskapi.
PS. Í gær var Ída Guðrún með skærbleikt hár... í dag er hún með blágrænt hár.... vissuð þið að það er hægt að nota kreppappír sem flestir nota til að gera músastiga úr og föndra eitthvað, til að LITA Á SÉR HÁRIÐ!!
________________________________________________________, 19.12.2007 kl. 20:52
MYND AF ÍDU TAKK!!!
Jólasiðir segiði.. Tja, venju samkvæmt sný ég húsinu á hvolf í framkvæmdum fyrir jólin, fór í gólflista, gardínur og ýmislegt fleira í húsinu sem aldrei klárast. Allt að hafast. Hjuggum niður 6 metra tré í Daníelslundi og notum neðstu 3 í eldivið held ég. Nema hvað við eigum enga kamínu. Kemur allt, kemur.
Lítið við ef þið megið vera að á síðuna hans Labba litla. www.barnanet.is/krakkaormurinn Þar eru fréttir sem gaman er að deila með ykkur.
Kveðja af Kvíunum,
HHS
________________________________________________________, 20.12.2007 kl. 19:35
Hjörleifur... sumt myndar maður ekki og vill bara gleyma sem fyrst! Kv. Magga
________________________________________________________, 21.12.2007 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.