Kóngahlaup - vegna fjölda áskorana

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að gefa ykkur örlitla hlutdeild í móðurarfinum mínum, en það er uppskriftin af Kóngahlaupinu sem ég lýsti svo fjálglega hér fyrr í september.  Vegna fyrirferðar uppskriftarinnar og hæversku og lítillætis undirritaðrar ætla ég að bara að pota henni í athugasemdirnar svo forsíðan verði ekki alveg undirlögð af dönsku gúmmulaði Skömmustulegur

 kv/Sigrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Kóngahlaup

Kóngahlaup

Kóngahlaup

Kóngahlaup

1 ½ kg. Rifsber m/stilk

1 kg. Sólber m/stilk

¾ l vatn

(svo er 1 kg. sykur pr. hvern lítra saft, sjá neðar)

Rifs og sólber skolað og soðið í vatninu með loki í 20 mín.

Berin pressuð með skeið gegnum sigti og saftin sem myndast er síuð og mæld (ég hef fengið ca. 1,6 l. af saft úr þessu magni).

Saftin sett í pott, hituð að suðu og þá er sykrinum bætt út í.

Hrært fyrst en síðan látið sjóða kröftuglega í 5-6 mín *).

Tekið af hellunni og froðan/skánin veidd ofan af.

Hellt í krukkur sem loka á þegar hlaupið hefur stífnað (þetta gerir ca. 2,5 l. af hlaupi)

ATH:

*) Þetta er plássfrek suða.

Dæmi: 2 lítrar saft + 2kg. sykur í 12 lítra pott, ekki minna.

________________________________________________________, 27.9.2006 kl. 10:19

2 Smámynd: ________________________________________________________

jæja, loksins birtist þetta rétt, var að vandræðast með númerin út um allan skjá :)

Verði ykkur að góðu, kv/SP

p.s. Það er búið að gefa út opinbert "veiðileyfi" á runnana í garðinum hjá okkur, m.ö.o. við erum hætt að tína ber (og vera ber) þetta árið. Þannig að ef þið eigið leið um á næstu dögum, er ég viss um að Au-Pair stúlkan okkar (hún amma Begga) lánar ykkur skjólur að tína í og býður ykkur jafnvel í kaffisopa til hressingar.

________________________________________________________, 27.9.2006 kl. 10:26

3 Smámynd: ________________________________________________________

Lítið á, hér er um miklar framfarir að ræða hjá Arason fjölskyldunni. Þetta bréf sendi Ólafur á grúppkerið sáluga fyrir rúmu ári síðan, 14. september 2005:

"Hvað haldið þið að ég hafi gert ? Nú - sultaði auðvitað !! Ég tíndi rifsber, alls 800 grömm og fékk út úr því 400 ml af rauðum vökva. Setti í þrjár 250 ml krukkur (svona aðeins uppfyrir miðja krukku í hverja). Svo er bara að bjóða í kaffi og meðlæti !!"

Óli og Sigrún, þið fáið límmiða fyrir miklar framfarir á árinu!! ;)

Kv. Guðný.

Ps. ég bið að heilsa auperinu!

________________________________________________________, 27.9.2006 kl. 21:21

4 Smámynd: ________________________________________________________

Önnur saga frá Ólara af kerinu, ég er viss um að það hafa ekki allir séð hana, mér finnst hún frábær!

-------------------------------

Hér er sagan af Ollu frænku (ég sagði Olla "gamla" við hana á Borgarfirði í sumar og hún reiddist. "Ég er ekkert gömul, bara orðin svolítið lúin." )

Begga var í heimsókn hjá Ollu og átti ég að ná í hana á ákveðnum tíma. Ég mæti og hringi dyrabjöllunni.

Olla: "Halló"

Óli: "Viltu kaupa merki"

Olla: "Æ, hvernig merki, elskan mín"

Óli: "Svona allskonar merki, t.d. stöðvunarskyldu"

Olla: "Æ, ég hef ekkert að gera við stöðvunarskyldu"

Óli: "En biðskyldu?"

Olla: "Nei ástin mín, ekki heldur"

Óli: "Ég er að plata þig, þetta er Óli Ara"

Olla: "Ert þetta þú !!! Veistu að ef ég hefði átti bíl, þá hefði ég keypt af þér stöðvunarskyldu merki !!"

________________________________________________________, 27.9.2006 kl. 21:29

5 Smámynd: ________________________________________________________

Óli, ertu hættur að hringja í fólk og biðja það um að taka að sér fótbrotnar köngulær?

kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 2.10.2006 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband