13.12.2007 | 02:00
Hann er mættur...
Sæl öll.
Það er fæddur drengur hjá Ásgeir og Helenu. Hann er 54 sm og 16 merkur. Yndislegur. Þau fóru á sjúkrahúsið eftir kvöldmat og hann fæddist kl. 00.19. Allt gekk vel.
Stóra systir er hér í nótt og við förum í heimsókn á morgun. Það verður fróðlegt.
Bestu kveðjur.
Fjóla föðuramma - í loftköstum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju allesammen!!
Frábært að þetta gekk svona vel, fáum við ekki mynd fljótlega? Kannski í dag........?
kv. Guðný óhemja...
________________________________________________________, 13.12.2007 kl. 11:04
Takk. Það eiga að koma myndir inn á síðuna hjá stóru systur í kvöld. Lykilorðið liggur á laflausu hjá mér ef ykkur vantar það. Umrædd stóra systir er alls ekki að fara á límingunum út af litla bróður. Segir að vísu að hann meigi ekki fá kaffi....
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 13.12.2007 kl. 19:47
Hjartans hamingjuóskir elsku Fjóla mín. Það er svo gaman þegar þessi litlu börn koma heil í heiminn. Skilaðu kveðju til litlu fjölskyldunnar. Kv. Ása Björk
________________________________________________________, 14.12.2007 kl. 08:44
Hann er kominn inn á Barnaland... og hann er BARA fallegastur, svei mér ef hann er ekki líkur í Jörfaættina
og fallegri gerist fólk ekki. Þið vitið að krakkarnir frá Jörfa eru miklu fallegri en krakkarnir frá V........, en það er líka bara af því að Geiri er svo góður...
Kv. Magga dóttir Geira.
________________________________________________________, 15.12.2007 kl. 00:01
æi.. leiðrétting "fallegra" gerist fólk ekki... skrifaði "fallegri"...´Kv Magga með stafsetninga-þrjóskuröskun.
________________________________________________________, 15.12.2007 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.