9.12.2007 | 00:46
Fyrsta aðventumyndin á Borgarfjarðarvefnum!
Þá er aðventuljósið okkar komið í gluggann í Gamla-Jörfa, mörgum til mikillar ánægju.
Þetta skrifar Helgi Arngríms. á Borgarfjarðarvefinn: Undanfarin ár hefur aðventuljósið í Gamla-Jörfa verið ein fyrsta myndin sem sést á vefnum okkar fyrir jólin og í þetta skipti er þar engin undantekning."
Er þetta ekki alveg dásamlegt!
Kv. Gústi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 15.12.2007 kl. 15:51 | Facebook
Athugasemdir
Þetta yljar óneitanlega hjartaræturnar!! Þóra klikkar ekki á þessu, eða Helgi á fréttaflutningnum!
kv. Guðný
________________________________________________________, 9.12.2007 kl. 13:52
En.....þetta er samt ekki eldhúsglugginn Gústi!
________________________________________________________, 9.12.2007 kl. 13:55
Það er alveg rétt. Þetta er stofuglugginn, enda er aðventuljósið alltaf þar!!
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 9.12.2007 kl. 19:13
Best að prenta þetta út og setja út í glugga. Hér er er nefnilega verið að mála þannig að hlutirnir eru enn að versna. Ekkert farið að jólast...sem er að vísu ekki alveg rétt því að ég er búin að baka fjórar smákökusortir, hrærðu brúnu og gera ísinn
Verst að það er allt á hvolfi, en það gerir ekkert til því ,,hún mamma kemur í bæinn bráðum...."
Kv, Fjóla Ásg
________________________________________________________, 9.12.2007 kl. 19:37
Já en Fjóla mín! Ég hélt að aðfarirnar fyrir síðustu jól hjá þér hefðu kennt þér að vera ekki að þessu brasi svona á aðventunni!! G.Ól.
________________________________________________________, 9.12.2007 kl. 22:02
Ég er búin að læra eitt. Við erum best undir álagi...kv. F
________________________________________________________, 10.12.2007 kl. 14:22
Komin betri mynd!
http://www.borgarfjordureystri.is/index.php?pid=3&icid=1491
________________________________________________________, 12.12.2007 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.