5.12.2007 | 21:47
Tónleikar í Árósum
Ég fékk upphringingu í dag frá Óskari og hann sagðist vera staddur í Árósum í Danmörku, ætlaði að spila á tónleikum í kvöld, í Pakkhúsinu niðri við höfn. Ekki vildi ég nú missa af því og dreif mig af stað eftir kvöldmatinn og sá hann troða upp með samnemendum sínum frá Musik og Teaterhøjskolen í Toftlund. Þetta voru stórgóðir tónleikar og Óskar stóð sig eins og hetja á bassanum. Þau spiluðu allskonar tónlist, jazz, soul, ballöðu, jólalag og enduðu svo á rokkslagara. Ég tók nokkrar myndir af kauða og þær eru í myndaalbúminu.
Kveðja frá Danmörku,
Óli Helgi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:19 | Facebook
Athugasemdir
Frábært að fá svona fréttir þegar maður kíkir hér inn. Eru kauðinn og fréttaritarinn nokkuð væntanlegir heim í jólafrí?
kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 5.12.2007 kl. 22:03
Já, þetta var stórskemmtilegt. Jólin í ár verða dönsk hjá okkur en kauði fer heim um miðjan desember.
Kv, Óli Helgi
________________________________________________________, 5.12.2007 kl. 22:16
Takk takk elsku Óli!! Óskar hringdi í mig á heimleið frá Århus og var mjög ánægður með að þú skyldir koma á tónleikana.
Gaman að sjá myndir af kauða, hann er sjálfur myndavélalaus og verður því lítið um myndir þegar heim kemur.
kv. Guðný
________________________________________________________, 6.12.2007 kl. 14:55
Frábært! Kv. Magga
________________________________________________________, 7.12.2007 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.