24.9.2006 | 11:20
Afmælisbörn mánaðarins
Til hamingju með afmælin ykkar, elsku frændur og frænkur:
Helga Öra 21., Helga Sess í dag og svo Ýmir og Lára Hlín á fimmtudaginn!
Vonandi eruð þið öll hress og kát sem aldrei fyrr
Verum dugleg að hugsa upphátt á blogginu,
Guðný.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:08 | Facebook
Athugasemdir
Já, til hamingju þið öll septemberbörn og takk fyrir góðar kveðjur til Ýmis.
Það verður tekið smá forskot á sæluna í fjöllunum í dag, alvöru strákapartí, ca. 15 stykki 8 ára gaurar í grillveislu milli 5 og 7 + amma Begga náttúrulega. Hún er nefnilega í höfuðborginni þessa dagana, ætlar að vera Au-Pair hjá okkur meðan við bregðum okkur í árshátíðarferð til Varsjár og tökum þátt í alheimsfegurðarsamkeppninni í leiðinni.
bestu kveðjur
Sigrún og Óli
________________________________________________________, 27.9.2006 kl. 09:53
Má ég spyrja við hvaða tækifæri þessi mynd var tekin?
Tek undir afmæliskveðjurnar,
Fjóla Ásg
________________________________________________________, 2.10.2006 kl. 22:50
Myndin var tekin á Fiskidaginn mikla eða reyndar um nótt. Systkinin voru búin að borða mikinn fisk. Fundu eitthvað á sér og skáluðu í kertastjökum!
________________________________________________________, 6.10.2006 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.