Mamma, kemur laugabrauðið kannski frá Laugum?

Ungu konurnarmikil gleði....eða hvað?Norðurlandsdeild Jörfaliðsins fór á kostum í árlegri laufabrauðsgerð í dag. Skornar voru út hátt á annað hundrað kökur.....allavega fleiri en hundrað! Mörg listaverkin litu dagsins ljós og fór nýliðinn í hópnum, Unnur Jóns á kostum í útskurði.  Strákarnir fengu að vera afsíðis í ár, í eldhúsinu, og afköstuðu sem aldrei fyrr, við höldum að Atli verði búinn að hanna færiband úr eldhúsi í búrið fyrir næsta ár. Hann reyndi að skera tvær kökur í einu, en var ekkert fljótari að því Woundering!

Guja og Gunna voru búnar að eyða dágóðum tíma í að ná afskurðinum í sundur fyrir steikingu þegar Palli laumaðist svo lítið bæri á fram í eldhús og hnoðaði það allt saman í myndarlega kúlu....amma hans var næstum dauð úr hlátri þegar hún komst að því! 

Lára Hlín sá um snyrtingu og förðun á kvenfólkinu þegar búið var að skera og steikja, eins og myndirnar bera með sér. Henni áskotnaðist dýrindis gloss- og augnskuggasett fyrr um daginn og var himinsæl með það.

Sjáið þið hvað Rögnvaldur er glaður með okkur frænkurnar á myndinni! Grin

kv. Guðný. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Jiii hvað þið eruð flott og fín Kv -Ása Björk

________________________________________________________, 25.11.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: ________________________________________________________

Takk Ása mín. Mikið væri nú gaman að fá fréttir af jólaundirbúningi hjá fleiri "deildum" Jörfaliðsins, ég veit það eru fleiri flottir og fínir þótt hollin séu kannski ekki alveg svona stór í öðrum landshlutum !

kv. G.SÓL 

________________________________________________________, 25.11.2007 kl. 12:40

3 Smámynd: ________________________________________________________

Gaman að fá svona myndir og sjá hvað er lítill munur á gömlu steikingakonunum og þeim ungu hí hí ...Er búin að henda upp jólaljósum og er að hlusta á jólalög .ER að fara til Kokben á miðvikudaginn og skoða jólatívolíið er með stjörnur í augunum og góðum skóm kannski með smá hælum til að spæna í búðirnar á .Annars er ég búin að vera hund veik með ælu og hita síðan á fimmtudaginn og missti af jólahlaðborði með Fjólu syss og gistingu á hóteli ekki gott þetta kemur sko ekki fyrir aftur .Eyrún fékk líka ælu og gengur nú um innfallin hí hí treð bara í hana nammi þegar ég kem heim aftur. Vonandi líður ykkur öllum vel KV Helga Sess jólaskessa

________________________________________________________, 25.11.2007 kl. 21:29

4 Smámynd: ________________________________________________________

Myndarskapur er þetta. Best að fara að hyggja að undirbúningi af einhverju tagi. Geri kannski bara laufabrauð um helgina meðan Helga syss fer til Kaupmannahafnar. Annars er ekki víst að ég megi alveg vera að því. Við Katrín Fjóla erum að fara á jólaball á sunnudaginn. Það væri fínt ef snyrtidaman mætti með græjurnar og tæki mann í gegn.

Kv. Fjóla Ásg - alveg á leiðinni í jólagírinn

________________________________________________________, 26.11.2007 kl. 13:17

5 Smámynd: ________________________________________________________

Gaman hefði verið að taka þátt í þessum umskurði, sérstaklega virðist blandan hennar Guðnýjar halda karladeildinni við skurðinn.

En, ég tók eftir því að fréttaveita Jörfaliðsins hefur brugðist í þetta sinnið.  Ég skoðaði myndirnar af áhuga og sá þessa: http://jorfalidid.blog.is/album/LaufabraudhjaNordurlandsdeildin/image/369064/

Til hamingju Lilja og Svavar.

ÓA og kó.

________________________________________________________, 26.11.2007 kl. 18:56

6 Smámynd: ________________________________________________________

Já, það er greinilega verið að baka fleira en laufabrauð þarna á svæðinu. Tek undir hamingjuóskir til Lilju og Svavars.

kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 26.11.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband