Lækurinn verður aldrei bakkafullur...af svona

Það verður ekki hjá því komist að setja hér inn eftirfarandi brot úr leiklistargagnrýni sem Þórarinn Hjartarson skrifar á www.dagur.net um uppsetningu Leikfélags Dalvíkur á Sölku Völku:

,,Frammistaða leikaranna er svo fjarskalega góð að það verður að geta einhvers af því. Ída Guðrún Atladóttir sem yngri Salka verður held ég að kallast stjarna kvöldsins og hún túlkar þetta erfiða aðalhlutverk af miklum krafti og sannfærandi styrk. Hitt meginhlutverkið, móðirin Sigurlína, er í allra bestu höndum Lovísu Maríu Sigurgeirsdóttur sem sannar sig í hundraðasta sinn og veitir Ídu Guðrúnu það mótspil sem laðar fram stórleik, og þær grættu okkur aftur og aftur. Hjörvar Óli Sigurðsson var líka stórgóður sem Arnaldur ungi og samspil þeirra Sölku var sterkt..."

Ef einhverjum finnst þetta vera mont, þá er það bara af því að ég er að monta mig Grin

Kv. Fjóla Ásg, rígmotna stórfrænka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Til hamingju krakkar. Þetta er ykkur til mikils sóma. Kv -Ása Björk

________________________________________________________, 23.11.2007 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband