10.11.2007 | 13:25
Ída Guðrún fer á kostum !
Fór á frumsýningu á Sölku Völku hjá LD í gærkveldi. Tveir Jörfaliðar fara þar með hlutverk. Hjörvar Óli leikur Arnald á yngri árum. Þó hann sé sonur minn þá verð ég að segja að hann stóð sig bara með prýði. Stjarna kvöldsins var þó án nokkurns vafa Ída Guðrún Atladóttir í hlutverki Sölku á yngri árum. Þvílík frammistaða! Að koma til skila örvæntingu barns og sorgum eins og er krafist í þessu hlutverki er ekki á færi nema afburða leikara. Ída tekur þetta í nefið. Maður sat eftir með táraflóðið niður báðar kinnar. Hvet alla sem tök hafa á að upplifa leiksigur Ídu Guðrúnar. P.s munið eftir vasaklútnum.
Siggi Jörgen
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ó já.... viðurkenni að það féll fjöldi tára... og þetta er mjög flott hjá þeim öllum. Kv. Magga (enn snöktandi)
________________________________________________________, 10.11.2007 kl. 15:31
Ég var búin að frétta af frammistöðunni eftir öðrum leiðum (ekki frá fjölskyldunni) með þeim orðum að þetta yrði ég að fara og sjá. Ef svo fer að ég/við komum ekki þá fer ég fram á það að það verði komið með sýninguna "suður". Það er hægt t.d. með því að taka þátt í samkeppni leiksýninga hjá áhugafélögum og vinna - sem þau gera að sjálfsögðu.
Bless, Fjóla Ásg
________________________________________________________, 10.11.2007 kl. 17:02
Ég fór með Sigga á frumsýningu og get tekið undir allt sem hann segir. Og þetta með tárin og vasaklútana er ekkert grín! Hjörvar Óli og Ída Guðrún leika mjög ólík hlutverk, en leysa þau með mikilli prýði. Hlutverk Sölku Völku er mikið átakahlutverk og frammistaða Ídu er frábær! Kærar þakkir bæði tvö!
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 12.11.2007 kl. 10:29
"stjarna kvöldsins" !!
Skoðið gagnrýni á Sölku - Völku í Degi.net hér: http://dagur.net/?i=4&f=7&o=5726
Til hamingju.
ÓA
________________________________________________________, 22.11.2007 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.