5.11.2007 | 21:05
uppþvottavélar og umboðsmenn
Sæl öll.
Þetta vesen með uppþvottavélina í Klöfta verður ekki vandamál þegar ég verð búin að selja Tómas frænda minn. Ég er að hugsa um að byrja smátt og láta leka ábendingu til ,,minna manna". Þá er um að ræða Skagamenn, ja....eða Everton. Ég þarf bara aðeins að hugsa þetta. Helga, ertu ekki með hann á skikkanlegu fæði? Svo máttu heldur ekki láta hann vaska upp þó að uppþvottavélin sé biluð - þú verður sko að eiga inni.
Hér er allt fínt að frétta (á meðan maður minnist ekki á veðrið). Tíminn heldur áfram að fljúga. Ég er sem sagt búin að fara í klippingu. Barnabarnið sem á að fæðast um miðjan desember er líka búið að átta sig á því hvað tíminn líður hratt þannig að því fannst góð hugmynd að reyna að fæðast á laugardaginn. Ljósmæður og læknar voru ekki á sama máli og komu í veg fyrir þau áform. Mamman var látin liggja á spítalanum yfir helgina en fékk að fara heim áðan.
Ekki meira að sinni. Kær kveðja, Fjóla Ásg
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ef maður getur ekki grætt á þessum börnum sínum... eða annara - á hverju á maður þá að græða??? Ég bara spyr...
Annars allt gott, var að fá afsal í hendur. Er opinberlega eigandi að Ljósvallagötu 12. Spurning um að hvetja Eyvind áfram í KR, svona uppá framtíðarhagnað. Kv Ása Björk
________________________________________________________, 5.11.2007 kl. 22:48
Til hamingju með afsalið Ása mín! Við sáum fyrir allmörgum árum að framtíð sona okkar og fjársjóðurinn okkar lá ekki á knattspyrnusviðinu....eða íþróttasviðinu almennt! Spurning um leiksviðið...kemur í ljós um helgina, þá á að frumsýna Sölku Völku og Hjörvar og Ída Guðrún í þónokkuð stórum hlutverkum, Ída þó öllu stærra.
Var að koma af kóræfingu eftir að hafa "hvíslað" niðri í leikhúsi. Finnst starfsheitið þó ætti að vera kallari en ekki hvíslari! Erum byrjuð á jólalögunum í kórnum, það er ekki of snemmt fyrir þau á þeim vettvangi þótt ég taki ekki undir þegar krakkarnir mínir í 3.-GSÓ kyrja þau...
Ef kennaratengt Jörfalið hefur áhuga, þá er frétt um bekkinn minn hér: http://dalvikurskoli.is/index.html. Og gott ef fyrrnefndur Hjörvar Óli er ekki á forsíðunni líka!
kv. Guðný
________________________________________________________, 5.11.2007 kl. 23:43
Úbbs.....heimasíðan hjá skólanum er uppfærð svo hratt og örugglega að nýjar fréttir verða gamlar samdægurs....
________________________________________________________, 7.11.2007 kl. 13:34
Mikið er ég fegin. Ég kannaðist ekkert við Hjörvar á forsíðumyndinni. kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 7.11.2007 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.