26.10.2007 | 19:54
Megas í Vatnasafninu
Sitjum hér í Péturshúsi skötuhjúin og erum að fara á Megasar-tónleika hérna í næsta húsi. Fyrst við komumst ekki í Bræðsluna þá lætur maður þetta ekki fram hjá sér fara. Þetta verða ca. 120 manna tónleikar hérna í Vatnasafninu. Þeir áttu að byrja 8 en bíllinn bilaði....en þeir eiga að byrja 9.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Góða skemmtun skötuhjú!
Stór hluti dalvíkurdeildar Jörfaliðsins er með málverk í kvöld - Magga að mála hjónaherbergið og við hjónakornin að berjast við verkkvíðann svo við getum byrjað að mála stofuna og eldhúsið í framhaldinu. Nú er það bara spurning um litinn, einn stofuveggurinn orðinn skellóttur af hinum ýmsu prufum.....
Guðríður systir er í kellingaferð í Madríd, örugglega ekkert leiðinlegt hjá henni.
kv. GSÓ.
________________________________________________________, 26.10.2007 kl. 20:36
Vá hvað það var gaman. Höfum aldrei verið Megasar "fans" en þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar og skemmtileg stemning að sitja á pullu á gólfinu og halla sér upp að Drangjökli. Hver haldiði að hafi verið fyrsta manneskjan sem við hittum?
Svar:Inga tengdó
þannig hafa ekki öll systkinin séð hann þetta árið??
Bogga
________________________________________________________, 27.10.2007 kl. 12:08
Ja, mikið hefði nú verið gaman að vera með ykkur! Þeir eru fínir "Jörfavinirnir"
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 27.10.2007 kl. 15:04
Megas klikkar ekki. Ég lét Rúna Júl framhjá mér fara - ber við veikindinum, en það er engin afsökun. Málverkurinn hér er bara verkur. Fyrirkvíðinn var nefnilega í vor og þá var einfaldlega hætt við.
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 29.10.2007 kl. 21:40
Búin að mála og parketleggja - Atli hjálpaði aðeins til
Kv. Magga.
________________________________________________________, 30.10.2007 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.