20.10.2007 | 20:07
Indælt líf!
Sæll! Já, það væsir ekki um okkur hjónakornin núna. Látum fara vel um okkur á Hótel Bern í Tallin á milli þess sem við skönnum veitingahús og búðir og röltum göturnar í þessari dásamlegu borg. Fórum á markaðinn í dag, gaman að því. Ekki eins gaman í mollinu, Siggi var farinn að ofanda og kominn með útbrot eftir 10 mínútur svo við létum okkur hverfa þaðan fljótlega...
Hafði tölvuna með til gamans - og viti menn! Er þá ekki þráðlaust net á hótelinu! Ekki var það nú verra!
kv. G+S
Myndasíðan mín er hér, ef einhvern langar að kíkja .... : http://www.flickr.com/photos/gudnysigga/
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Njótið njótið njótið
________________________________________________________, 22.10.2007 kl. 08:13
Kv -Ása
________________________________________________________, 22.10.2007 kl. 08:14
Frábærar myndir hjá þér Guðný.
Kv./ÓA
________________________________________________________, 22.10.2007 kl. 16:06
Ég elska að skoða myndir - og lesa blogg, takk, Fjóla Ásg
PS ég var að panta mér tíma í klippingu og klippi-konan mín sagði; "já - ég á tíma 1. NÓVEMBER" ég; "ekki fyrr en í NÓVEMBER!!!!" hún: " það er nú bara í næstu viku....."
Vissuð þið að það er að koma NÓVEMBER?
________________________________________________________, 23.10.2007 kl. 17:53
Ofsalega er gamann að skoða myndirnar þinar Guðný þú er frábær ljósmyndari (ég er heppin ef allir eru með a myndinni þegar ég er að taka myndir heheh) ég er búin að vera að stelast að sýna þær öllum sem hafa komið i heimsókn þvílikt flott landkynning.
Fjóla ja það verða komin jól áður en maður veit.
Hér eru allir voða spenntir amma Begga væntanleg eftir eina viku . Haustið hefur verið voða gott en i dag er þoka eins og oft a þessum árstíma en gott að vera laus við rok rigningu og snjó svo við sættum okkur við þetta. Eg fer til Spánar 10 nóv i fyrsta skipti i lífinu á sólarströnt örugglega eina i allri ættinni sem ekki hef verið þar eða það held ég allavega
að visu hef ég verið á sólarströnd Usa og á öllum norðurlöndunum . Vona að þið öll hafið það gott Kveðja Helga (Noregi)
________________________________________________________, 26.10.2007 kl. 12:32
Góða ferð til Spánar, frænka. Alltaf gaman að fara á nýja staði - ég á sko marga eftir....mjög, mjög marga
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 29.10.2007 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.