14.10.2007 | 18:59
Okkar maður vann!!
Ojá, haldið þið að hann Gústi hafi ekki bara tekið(hitt) fræga fólkið í nefið og unnið matreiðslukeppnina!
Hann stóð sig alveg eins og hetja. Við systur; Gunna, Guja og ég stóðum þétt við bakið á honum og studdum hann og erum alveg að rifna úr stolti.
Látum myndirnar tala sínu máli, kíkið á nýja albúmið.
Kv. Guðný
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju Gústi.
Ég vissi að þú myndir jarða þetta lið.
Kv./ÓA.
________________________________________________________, 15.10.2007 kl. 10:55
Mér finnst að hann hefið átt að fá yfir-aðalverðlaun fyrst að hann höndlaði þetta með þær systur á bakinu...
Til hamingju Gústi. Það er saumaklúbbur hjá mér á fimmtudagskvöldið, ertu ekki liðtækur í brauðréttum?
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 15.10.2007 kl. 13:03
Þær meðal annars stjórnuðu í því að hann færi úr peysunni!!.... bara fyndnar... en til hamingju Gústi, svona erum VIÐ nú öll mögnuð
Kv. Magga (hlýt að vera á leiðinni í matarboð til Akureyrar....)
________________________________________________________, 15.10.2007 kl. 15:06
Takk fyrir öllsömul.
. Góð ráð frá Óla Gústa komu sér sannarlega vel og svo hafði ég auðvitað besta klappliðið! Þetta var fín afmælisgjöf!
Þetta var mjög skemmtilegt og ég átti alls ekki vona á að vinna. Og það hefði auðvitað verið hundleiðinlegt að tapa
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 16.10.2007 kl. 11:57
Já, til hamingju með afmælið Gústi minn. Góðu ráðin frá Óla Gústa koma sér víst vel hjá fleirum. Fermingarsystursonur minn er að læra á Vox og frekar kátur með samstarfsmanninn.
Bless, Fjóla - að bíða eftir brauðréttunum
________________________________________________________, 16.10.2007 kl. 20:58
Ullalála Gústi og til hamingju með afmælið, ég hef aldrei tekið eftir því fyrr hvað þið mamma eruð lík svolítið skondið .
Hey ég fattað broskallana
________________________________________________________, 17.10.2007 kl. 19:13
Til hamingju kæri Gústi. Þetta er nú aldeilis flott uppskrift, var að lesa hana í Fréttablaðinu. Kv. Ása Björk
________________________________________________________, 18.10.2007 kl. 09:11
HæHó.. mikið svkalega er maður stoltur að fræga kallinum ..
Kveðjur frá DK
Steinar Pálmi
P.S. Hvað er verið að hafa svona erfiðar spruningar í Ruslpóstvörninni, ég ætlaði aldrei að geta klárað þetta :)
Steinar Pálmi Ágústsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.