13.10.2007 | 16:48
Heija Jörfaliðið!!
Nú er svo komið með hann Gústa bró að hann flokkast orðið með ráðherrum, bankastjórum og bæjarstjórum! Hann er að fara að keppa í matreiðslukeppni þjóðþekktra einstaklinga með hinu fræga fólkinu . Við Guja ætlum hvetja hann til sigurs og mæta með Jörfaliðs-skiltið sem er annars geymt úti í skúr, Þóra sendi mér það norður í gær. Nei, djóóók.............
En þetta er samt ekkert djók með matreiðslukeppnina. Svona lítur fréttin út á vefnum:
Á sunnudaginn verður m.a. matreiðslukeppni þjóðþekktra einstaklinga og þar ætla að reyna með sér þau Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Kristján L. Möller, samgönguráðherra, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Ágúst Ólafsson, forstöðumaður RÚV Akureyri og Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri LA. Sýningargestir geta fylgst með þeim leika listir sínar í eldhúsinu.
http://localfood.is/default/page/matur-inn_2007/
Get ekki beðið, þetta verður spennandi! Áfram Gústi!!
kv. GSÓ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:13 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þetta sé einhver misskilningur. Það er Óli Gústa sem á að taka þátt í svona matreiðslukeppni. Hann er sá besti í bransanum, Gústi kann ekki einu sinni að elda hafragraut.
Kv./ÓA.
________________________________________________________, 13.10.2007 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.