10.10.2007 | 09:40
Laugardalsbræðsla
Daginn.
Nú er maður að taka sig á í menningunni. Við systur (ég og Helga - Magga er alltaf útundan) fórum að sjá Veðramót á mánudagskvöldið. Í gærkvöldi fórum við niður á Jaðarsbakka, horfðum yfir Flóann og sáum þegar kveikt var á friðarsúlunni fínu. Í kvöld er ég að hugsa um að lesa blöðin.
Laugardagskvöldið verður alvöru. Þá eru það Megas og senuþjófarinir í Laugardalshöllinni.
Fara einhverjir þá, eða er það sem mig minnir......að það hafi allir farið í sumar?
Kv. Fjóla Ásg
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já....ég fór, en mikið rosalega væri ég til í að fara aftur! Er búin að hlusta mikið á diskinn og hann er bara frábær. Ef þú kemst í tæri við kallinn, þá skilarðu nú kveðju frá kjötsúpukokkinum á Borgarfirði......neee, þú kemst nú varla í tæri við hann, varst ekki fyrir austan í sumar......
Við hjónakornin ásamt Guju systur (Begga, Gunna og Inga alltaf skildar útundan
) erum byrjuð í jóga og erum svo ljómandi slök þessa dagana.....zzzzzz......
kv. GSÓ
________________________________________________________, 10.10.2007 kl. 20:30
Hæ... læt bræðslutónleikana nægja. Fór um síðustu helgi á tónleika sem hétu "Lee Hazlewood in memorian" Það voru alvöru undergraound tónlekar þar sem lögin hans og Nancy Sinatra voru sungin af frábærum söngvurum, m.a. Megasi, Möggu Stínu, Ellenu Kristjáns, Páli Ókari, Sigga langintes (þið munið, þessi sem þurfti að beyja hausinn þegar hann stóð uppréttur í Gamla Jörfa) og fleiri góðum. Það var svo gaman. Stebbi minn fór í gær að skoða friðarsúluna, hann sagði að það væri ótrúlega flott. Honum datt samt í hug að setja skapalón yfir geislann með nafninu sínu.... eða Batmann. Mér finnst það kúl hugmynd hjá honum.
Alla vega, er að fara að taka slátur með Hjöddu frænku. Ekki að ég hlakki til en það er alltaf gott að eiga shlachter. Bless á meðan. Ása Björk
________________________________________________________, 11.10.2007 kl. 09:06
Við Akraselir erum að fara á annars konar tónleika þessa helgina. Það verður landsmót A og B skólalúðrasveita á Höfn og þangað stefna um 500 börn á aldrinum 9-11 ára víðs vegar að af landinu. Þetta eru nokkurs konar æfingabúðir (lagt af stað í fyrramálið, æfingar um kvöldið og allan laugardaginn) og enda þær í tónleikum um sunnudagshádegið. Diskótek og tónleikar fyrir krakkana á laugardagskvöldið. Örugglega hörkufjör en líka hörkupúl fyrir þessi grey. Ýmir er spenntur og kvíðinn í bland, nýbúinn að skipta um hljóðfæri, kominn á cornet núna í stað trompetsins (léttara að bera upp brekkurnar hérna í Seljahverfinu).
Já og svo erum við að fara á Queen showið í London næstu helgi, öll familían. Fljúgum seinni partinn á miðvikudag og komum heim um kvöldið á sunnudeginum (gott að nota vetrarleyfið í Versló í svona djamm). Pöntuðum þessa ferð í júní og spennan hefur stigmagnast síðan. "We will rock you" úúújjjjééé
Akraselir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 19:47
Aaaj Óli minn og Sigrún - binn ðer, donn ðat.... Landsmót skólalúðrasveita eru samkomur sem ég hef komið á. Óttar fyrst á trompett og í lúðrasveit í fjögur ár og síðan Hjörvar í önnur fjögur, þetta fylgir. Reyndar verð ég nú að viðurkenna að mér fannst þetta aldrei leiðinlegt. En ég kom alltaf ósköp þreytt og lítið sofin heim og drengirnir útkeyrðir eins og þið segið. En Queen show, ég væri meira en til í að fara þangað. Draumur sem vonandi rætist einhverntíma. Við hjónakornin erum hinsvegar að fara til Tallin í fimm daga frá Akureyri - einskonar útskriftarferð hjá minni, fæ diplómuskírteinið 26. október
! Kv. Guðný
________________________________________________________, 11.10.2007 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.