Haustbörnin okkar

Já, þau eru falleg og fín þessi afmælisbörn okkar. Til hamingju litla Katrín Fjóla.

Eyvindur minn varð 12 ára í gær. Það var haldið uppá fyrsta afmælið á nýju heimili. Við erum flutt í mjög fallega íbúð við Ljósvallagötu 12. Út um eldhúsgluggan horfi ég yfir Hólavallakirkjugarð og bak við hús er fallegur bakgarður og port líkt og í útlöndum. Ekki slæmt Smile. Rólegt og gott. Ég ætla aldrei að flytja, fer bara á Grund sem er við endann á götunni og síðan út í garð. Við eigum frábæra nágranna sem kíkja í kaffi og tékka hvort allt sé nú ekki eins og það á að vera. Strákarnir eru í góðum gír. Stóru vinna með skóla sem þjónar á veitingastöðum og Eyvindur heldur áfram sínu vesturbæjarlífi. Skarphéðinn útskrifast núna um jólin og ætlar að fara til Frakklands að vinna ásamt Susan, kærustu sinni. Susan er frábær tengdadóttir, ljúf og góð. Skemmtilegt þegar þær fara að týnast inn þessar tengdadætur....

Nóg í bili

Ása Björk 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Til hamingju Eyvindur!! Tólf ára er flottur og skemmtilegur aldur. Gaman og gott að ykkur líður vel í nýju íbúðinni, maður kíkir í heimsókn fljótlega (hóst-hóst) allavega einhverntíman

KV. Magga.

________________________________________________________, 4.10.2007 kl. 11:03

2 Smámynd: ________________________________________________________

Til hamingju með afmælið, frændi. Best að segja sem minnst um að kíkja í heimsókn - þá gerist aldrei neitt.....

Kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 4.10.2007 kl. 11:52

3 Smámynd: ________________________________________________________

Já, tínast þær inn tengdadæturnar?  Gaman að heyra !

En til hamingju með nýju íbúðina elsku Ása, ég hlakka til að kíkja á þig þegar ég fer næst í bæinn, hvenær sem það verður nú. Kannski maður fari í útskrift og sæki diplómuskírteinið?  Eyvindur Ágúst, til hamingju með daginn! 

Óskar Jökull brosir hringinn í lýðháskólanum sínum í Danaveldi, reyndar eru allir nemendur búnir að vera í Berlín þessa viku - í menningarheimsókn!! Afar ódýr bjór og mikið menningarlíf, heyrðist mér á honum. Dásamlegt líf.  Óttar teiknar og teiknar á myndlistarbraut í VMA. Útskrift?  Ég veit ekki..... held ekki. 

Kv. Guðný.

________________________________________________________, 5.10.2007 kl. 18:54

4 Smámynd: ________________________________________________________

Kæri frændi til hamingju með afmælið,gott að heira að öllum líði vel nyja staðnum.Hér er allt gott að frétta Arnbjörn Ingi fór að labba í fyrradag og sama dag kom upp í honum þingeyingurinn , hann sprangar um allt spertur eins og hann einn gangi uppréttur. KV helga amma í hlaupaskónum

________________________________________________________, 6.10.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband