9.9.2006 | 00:02
Berjaljós eða berja ljós?
Eftir veðurspána í fyrrakvöldi hentist ég út í garð á bleikum gúmmítúttum, í neongrænni flíspeysu og með skærappelsínugula flíshúfu á höfðinu. Með risastórt plastsigti og skærin að vopni réðist ég á rifsberjarunnann minn sem stendur lengst inni horni á garðinum, bak við risastór grenitré. Hann er eiginlega svo afskekktur þessi runni að við uppgötvuðum hann ekki fyrr en í fyrrahaust, rúmu hálfu ári eftir að við fluttum.
Í þessari múnderingu klippti ég rifsberjastilka með fagurrauðum berjum eins og ég ætti lífið að leysa. Skaust svo aðeins inn að fá mér snæðing en þegar ég kom út aftur var bara komið myrkur og ekki hægt að sjá handa sinna skil. Nú voru góð ráð dýr því ekki var hægt að láta verðmætin fara til spillis.
Mundi ég þá eftir litla ljósinu sem ég keypti í London... http://www.hannyrdir.is/netverslun/scripts/prodView.asp?idproduct=194 húkkaði ljósið í úlpuna mína og paufaðist aftur út í runna. Þetta gekk ágætlega en svo fann ég út að miklu sniðugra var að festa ljósið í sigtið, hafa sigtið á jörðinni og láta ljósið lýsa undir runnana, svo stilkarnir sæjust betur. Ég tók reyndar bara auðveldustu greinarnar (hætti mér ekki alveg inn í frumskóginn) en með þessu móti gat ég tínt ber til kl. 22 (RockStar byrjaði þá).
Ég er nú ekki alveg klár á hvað nágrönnunum hefur dottið í hug, hafi þeir litið út í garð, en afraksturinn var alveg þokkalegur... 2,7 kíló af rifsberjum og ballið bara rétt að byrja. Tíndi svo fjögur kíló af sólberjum eftir vinnu í dag og hófst því kóngahlaupsframleiðslan fyrir alvöru í kvöld.
með berjakveðju í bili
Sigrún
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:03 | Facebook
Athugasemdir
Ég á hvorki rifsber né sólber, en ég held eitt jarðarber sé í fæðingu í garðholunni minni. Svo birtust allt í einu nokkur kartöflugrös í sumar, það verður spennandi að kíkja undir þau!
Sumsé lítið ræktað hér á bæ þetta sumarið. Bláberin bíða eftir mér í fjallinu, verða trúlega komin undir snjó áður en ég fer að sækja þau.....
En Sigrún mín, ég hefði gjarnan viljað sjá til þín paufast í garðinum, þú hefur greinilega verið frekar vígaleg við tínsluna!
Kv. Guðný.
________________________________________________________, 9.9.2006 kl. 12:59
Var einmitt úti í dag að athuga hvort ég ætti að smala rifsberjunum eða ekki. Held að ég verði að smala á morgun.
Læt vita.
Kv, Fjóla Ásg- sem sálgaði sólberjarunnanum í fyrra og situr í rifsberjasúpunni þetta árið
________________________________________________________, 9.9.2006 kl. 22:04
Það náðist blessunarlega að bjarga rifsberjunum af runnanum áður en þrestirnir kláruðu þau. Þessi fína rifsberjasulta komin í krukkur. Svo fengum við vöfflur og hrúatberjahlaup hjá Beggu í dag. En Sigrún! Ef væri ekki þegar búið að filma Stellu í orlofi, þá held ég að þú værir að skrifa handritið. "Góðan daginn frú mín góð, góðan daginn frú mín góð, mætti bjóða þér þér pappír og berjaljós". Læjonsklúbburinn Kiddi.
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 9.9.2006 kl. 23:13
Nú er bara gaman að fara inn á síðuna. Enda veit ég að ég á sultutau í Sveitinni (án fyrirhafnar)
Kv. Fjóla Ásg - í sultu-sérsveitinni
________________________________________________________, 10.9.2006 kl. 00:58
ha átt þú sultu í sveitinni ? Hvaða sveit ? afhverju var ég ekki látin vita?hvurslks er þetta eginlega ! KV Helga sess Fjóla sulta Fjóla sulta........
________________________________________________________, 10.9.2006 kl. 11:59
Alveg ótrúlegt hvað berjarunnar geta farið framhjá manni. Var að uppgötva rifsrunna í garðinum hér fyrir utan húsið. Búin að eiga íbúðina í þrjú ár :-)
Ása pjása
________________________________________________________, 10.9.2006 kl. 17:29
Smá framhaldssaga hérna: Var komin aftur út í garð í gærmorgun og tíndi tvö kíló af rifsi til viðbótar. Stóð svo yfir pottunum og sauð og sigtaði af miklum eldmóð. Seinni partinn voru fjögur og hálft kíló af rifsi, þrjú kíló af sólberjum og égætlaekkiaðsegjahvaðmörgkílóafsykri orðin að 7,5 lítrum af fínasta kóngahlaupi í litlum sætum sultukrukkum. Nú er bara að bíða eftir að veðrið skáni svo hægt sé að klára það sem eftir er af blessuðum runnunum, það er alla vega meira en helmingurinn eftir ennþá.
kv/Sigrún
________________________________________________________, 10.9.2006 kl. 22:11
Sigrún mín - elskan.... ég bý í Goðabraut 10 á Dalvík. Settu sultuna samt í brothættanpóst. sko... þrestirnir átu bæði sólberin mín og rifsberin á meðan ég smalað ullarpöddudruslunum. Kv. Magga Á.
________________________________________________________, 11.9.2006 kl. 15:11
Sigrún mín - elskan.... ég bý í Goðabraut 10 á Dalvík. Settu sultuna samt í brothættanpóst. sko... þrestirnir átu bæði sólberin mín og rifsberin á meðan ég smalað ullarpöddudruslunum. Kv. Magga Á.
________________________________________________________, 11.9.2006 kl. 15:11
úbbss.. um að gera að kommenta tvisvar sinnum.... kv. M
________________________________________________________, 11.9.2006 kl. 15:12
Ekki svona gráðug Magga! Elsku Sigrún mín, ég og mínir getum alveg bjargað svona sultu frá því að mygla.... ;) Þú veist hvar við búum !
Kv. Guðný.
________________________________________________________, 11.9.2006 kl. 15:27
Ha ha hí hí nýr jólasveinn sultusníkir KV Helga sess....
________________________________________________________, 12.9.2006 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.