7.9.2006 | 09:18
Í höfðuborginni
Hæ
Horfði á Magna í gær og fannst hann vera algert æði. Drengurinn er ótrúlega flottur. Svo er líka alltaf gaman að sjá að það eru til fleiri og meiri dramadrottningar en ég sbr dverginn sem er með honum. Held að hún sé líka meira að segja minni en ég. Alla vega.... það gengur vel hjá okkur drengjum hér í höfuðstaðnum. Ég er byrjuð í vinnu í HÍ sem mér líkar mjög vel í. Er að vinna á kennslumiðstöð Háskólans með mjög ljúfu fólki. Er í marþættum verkefnum s.s. halda námskeið um vefumhverfið og annað tengt upplýsingatækni, vinn að þróun fjarnámsins, reikna úr krossaprófum o.fl. Tempóið hér er ansi ólíkt því sem ég á að venjast frá fyrri vinnustað þar sem allt átti að gerast í gær, hér gerast hlutir svona meira í fyrradag og enginn að stressa sig á því. Hjóla til og frá (samt ekki í spandexgalla) og finnst það frábær ferðamáti. Eyvindur er í Vesturbæjarskóla og líkar mjög vel. Hann er búinn að eignast vini og leikur sér úti eins og hver annar vesturbæingur eftir skóla. Hringir samt ennþá stundum í mig og biður mig að sækja sig þar sem hann rati ekki heim. Frekar fyndið þegar hann hringir úr næstu götu. En þetta kemur allt saman. Hann þrætir fyrir það að vera vesturbæingur en segist vera miðbæingur. Skarphéðinn er ennþá að bjarga heiminum - hefur þó snúið sér meira að landsmálunum og ætlar að hasla sér völl á sviði rokksins eins og Magni frændi hvar hann er farinn að spila á bassa í einhverri hljómsveit sem ég man ekki hvað heitir (eins gott að hann lesi þetta ekki). Um æðrulausa miðbarnið mitt getið þið lesið hér í bloggi á síðunni. Hann er ótrúlega duglegur og lætur vel af sér þarna í langtíburtistan. Ég er semsagt á hjóli hér í miðbænum þannig að ef þið eruð á ferðinni og langar að skella ykkur á kaffihús eða bara koma í gamaldags heimsókn þá látið okkur miðbæjarrotturnar vita.
Kveðja, Ása pjása
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott og gaman að allt gegnur vel á þessum vígstöðvum og örugglega á ég eftir að kíkja í heimsókn, kannski meira að segja að ég drífi í því þó svo að verði ekki stórslys í nágrenni við þig! Kv. Magga heimsóknaglaða.
________________________________________________________, 7.9.2006 kl. 12:04
Magga þarf kvossemér örugglega fljótlega að fara til Rvíkur til augnlæknis og tannlæknis eftir hrakfarirnar á dögunum!!
Kv. Guðný tannlausa ;)
________________________________________________________, 7.9.2006 kl. 13:16
Hrakfarir ? Segiði frá.
________________________________________________________, 7.9.2006 kl. 17:01
bara að kíkja á commentið á síðasta bloggi hjá GSÓ. ;o) Kv. Magga
________________________________________________________, 7.9.2006 kl. 17:51
Ása, kem í kaffi þegar ég kem frá Tenerife. Guðný, hvenær verður þú á ferðinni uppá að við förum saman í kaffi með Ásu? -Kem heim 27. sept
Kv. Fjóla Ásg
PS. Magga, þú hefur bara gaman af því að smala.
________________________________________________________, 9.9.2006 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.