7.9.2006 | 00:57
Onei, ekki að ræða það!!
Jörfavefurinn er sko ekkert á leið í gröfina. Ég var að horfa á hann Magna okkar í Brekkubæ fara á kostum - kominn í úrslitaþáttinn þessi elska!! Einn af fjórum bestu í heiminum (getum við ekki sagt það?)
Mér leiðist ekkert að segja frá því að hann sé nú frændi minn! Rosalega væri nú gaman að fá frí í vinnunni næsta miðvikudag, renna austur eftir vinnu á þriðjudag og vera með í partýinu í Fjarðarborg! Einhver með?
Einn léttur svona í tilefni dagsins:
Langferðabíll er á leiðinni til Akureyrar með fullan bíl af eldri dömum.
Það er slegið létt á öxl bílstjórans af lítilli, gamalli konu sem spyr hann
að því hvort hann vilji fá handfylli af hnetum.
Þar sem bílstjóranum þóttu hnetur ekkert vondar, tók hann glaður á móti
þeim, og hakkar í sig hneturnar.
Eftir um það bil korter er slegið á öxl bílstjórans og er það aftur litla,
gamla konan og spyr hann hvort hann vilji fá eina handfylli af hnetum í
viðbót.
Hann tekur tilboðinu og nýtur þess að borða hneturnar sínar.
Þetta endurtekur sig fimm sinnum þangað til bílstjórinn spyr litlu,gömlu
konuna að því hvort að hún og hinar eldri dömurnar vilji ekki heldur
sjálfar borða hneturnar sínar.
"Við getum ekki borðað þær, því við höfum ekki tennur til þess" svarar hún.
"En afhverju kaupið þið þær þá???" spyr bílstjórinn forviða.
"Jú sjáðu til; við elskum nefnilega súkkulaðið sem þær eru húðaðar með"
svarar litla, gamla konan.
híhíhíhí
Kv. Guðný
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
jájá - ég er alveg til í að fara með. SENNILEGA... fer örugglega aldrei aftur með Guðnýju austur yfir fjöll - hún lætur mig bara keyra einhverjar ófærur sem enda með því að fyllingar losna úr tönnunum á mér og gott ef ég fæ ekki bara kölkun í augnbotna líka!! Já - þannig var nú síðast ferð okkar frænkna þarna austur - Guðný LÉT mig fara gömlu leiðina og koma við í Fjallakaffi, sem var jú mjög gaman, nema vegurinn var ekki góður og þá er ég að meina að hann var ÖMURLEGUR og þarna hristumst við og skoppuðum til og frá á veginum og Begga greyið hentist til og frá í aftursætinu og mátti ekki mæla því að þá hefðu dottið út úr henni tennurnar og ég er viss um að sjónin í henni versnaði til muna eftir þessa ferð yfir Möðrudalsfjallgarinn!! En Guðnýju fannst bara gaman og naut útsýnisins, sagði hún - hún er samt búin að fara sjö sinnum til tannlæknis eftir að við komum heim og hefur ekki vilja segja mér afhverju!! Þannig að ég hugsa að ég verði bara heima og fari næsta bara Hárekstaðaleiðina.... Kv. Magga sem er mjög gott efni í rallyökumann....
________________________________________________________, 7.9.2006 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.