7.9.2007 | 22:32
7. september 1912...
...fæddist hann pabbi minn, og hefði því orðið 95 ára í dag, hefði hann lifað. Mundi þetta strax í morgun og í dag hafa flogið í gegnum hugann margar myndir af honum, mér til ánægju og yndisauka.
Skora á ykkur að skála fyrir pabba í kvöld, honum hefði nú aldeilis líkað það!
Gústi er fluttur á Norðurlandið fimm daga vikunnar, hokrast einn í íbúð á Eyrinni, Gústi, hvernig gengur?
Guðný.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ooo, missti af ,,skálinni". Kem henni að í fríinu. Fer til Ítalíu í nótt. Bless á meðan.
Kv. Fjóla Ásg
PS. Vorkenni Gústa ekki að vera dántán...verra ef hann hefði þurft að vera uppi í Hlíðarfjalli eða lengst frammi í Eyjafirði þ.e. í einhverju af þessum nýju hverfum.
________________________________________________________, 8.9.2007 kl. 10:05
Halló.
Ég mundi eftir föstudeginum sjöunda, þetta er alltaf merkisdagur sem vekur upp margar minningar. Ég grillað fyrir mitt "gamla" starfsfólk á Egilsstöðum í kvöld....grill voru ekki í uppáhaldi hjá pabba, en það var skálað!
Það gengur vel á Akureyri! Þetta er merkisbær og Útvarp Norðurlands er spennandi viðfangsefni. Vonandi verða næstu mánuðir ánægjulegir.
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 9.9.2007 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.