3.9.2007 | 13:52
September
Sælt veri fólkið.
Maður er búinn að vera í hálfgerðum vandræðum með færslu eftir ljóðið úr Akraselinu. Ég ætla bara að skella inn einni á gamla mátann.
Fréttir eru hvorki margar né merkilegar. Helstar þær að ég er að fara í sumarfrí, jibbý . Ekki slæm tilhugsun í rigningunni að verða á Ítalíu eftir viku
Við vorum í Skorradalnum með tengdafjölskyldunni um síðustu helgi ..... og það rigndi. Síðan við vorum þar síðast er kominn heitur pottur, uppþvottavél o. fl. (að vísu hvort tveggja bilað eftir sumarið). Svo er búið að saga af trjánum fyrir framan pallinn þannig að maður sér vel yfir. Þarna var allt með hefðbundnum hætti, lækurinn fullur af bjór (dósum) og alltaf verið að borða. Afslöppunin var svo mikil að Helga systir var ómáluð heilan dag....það var allt í lagi, hún er nefnilega ekki ófríða systirin.
Ekki meira að sinni,
Fjóla Ásg - ekki heldur ófríða systirin
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hvað.... eigum við systur ófríða systur??? Ég hélt alltaf að við værum bara þrjár!! Kv. Magga
________________________________________________________, 3.9.2007 kl. 18:28
FRUSS !!! ROFL !! Þið eruð óforbetranlegar systurnar !
SP og ÓA.
________________________________________________________, 3.9.2007 kl. 22:18
Almáttugur góði gvuð, hvað þið getið verið skemmtilegar stundum!! Ég man ekki eftir neinni ljótri systur í Hólabrekku..eða...nei, djók!!
Var að koma af æfingu hjá Samkórnum eftir tveggja ára pásu þar - mikið gaman að vera farin að gaula með þeim aftur. Tveir gaulverjar slógust í hópinn að auki, Þröstur og Bíbí úr Þrastarhóli sungu sitt blíðasta líka. Bara gaman.
Tveggja ára fjarnámi við KHÍ sumsé lokið - sendi síðasta verkefnið á miðvikudaginn var. Hjúkkitt!!
kv. Guðný - óðum að finna lífið sitt aftur!
Guðný - get ekki innskráð mig! (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 23:19
Til hamingju Guðný!!!!!!!!!!! Gamla seig
Kv.Ása Björk
________________________________________________________, 4.9.2007 kl. 09:41
Til hamingju Guðný, frábært hjá þér að vera búin að klára þetta
kv/Sigrún
Akraselir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 12:04
Til hamingju Guðný
Vildi stundum að ég hefði haft vit á því að hætta eftir þennan áfanga...
Kveðja, Bogga og co
________________________________________________________, 4.9.2007 kl. 17:00
Tek undir hamingjuóskir til þín, kæra móðursystir. Ég man ekki í fljótu bragði hvenær ég sá þig síðast. Best að fara að taka sig á í þessum efnum.
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 4.9.2007 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.