22.8.2007 | 00:37
Sigrún fertug og þér er boðið.
B O Ð S K O R T
Eins og við geggjaðan galdur,
nálgast ég fullorðinsaldur,
og bjóða vil þér
að samgleðjast mér
og upplifa afmælisskvaldur.
Garðpartý gott verður haldið,
fyrir alla sem vel geta valdið
vettlingi og/eða krukku
laugardagur til lukku
og búið að setja upp tjaldið.
Númeraromsu upp ég tel
muna máttu þetta vel
ágúst tuttuguogfimm
gleði klukkan fimm
hús þrjátíuogsjö við Akrasel.
Veðurútlit meira grátt en svart,
frábið þó allt kvein og kvart,
eftir samningaþref
ég pappíra hef
upp á tveggja tíma uppstyttu og bjart.
Ef upptekin ert eða veik (eða bomm?)
ég lofa að verð ekkert ferlega domm
bara eitt lítið hóst
og sendu mér póst
á sigrun@atlantis-ltd.com
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sigrún snillingur.
Er upptekin framan af degi en hyggst kíkja á ykkur undir kvöldið. Gæti orðið seinna en fimm
Kv-Ása Björk
________________________________________________________, 22.8.2007 kl. 14:58
Ekkert mál Ása Björk, hlökkum til að sjá þig.
kv/Sigrún og Óli
Sigrún (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 21:51
AAaaaj, skemmtilegt kvæði og freistandi boð! Mikið rosalega væri nú gaman að mæta á svæðið. En helgin er frátekin í verkefnavinnu, því miður.
Góða skemmtun!
Guðný og kallarnir :)
________________________________________________________, 23.8.2007 kl. 08:05
Og ég kemst og allt.....
Helga Sess líka, veit ekki með ,,fylgihlutina"....kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 24.8.2007 kl. 13:21
Fjóla. Ekki, ég segi EKKI taka þá með. Þeir tala allt of mikið. Svo er ekki allt of mikið til af bjór. Skildu þá eftir !! Dónt teik þem !! Ikke tage dem !!. Skiluru ? Svo á ég ekki fleiri hárkollur.
Kv./ÓA
________________________________________________________, 24.8.2007 kl. 20:45
Sko, nú er kl. að verða þrjú og sólin farin að skína....kv. Fjóla.
PS Viðar er búinn að redda sér hárkollu......
en kemst samt ekki með....
________________________________________________________, 25.8.2007 kl. 14:54
Við systur (nema Magga) fórum í þessa líka fínu veisluna. Takk fyrir, Sigrún og Óli. Mæli með Óla Gústa við svona tækifæri, hann var ,,alveg að gera sig". Ása Björk, hvenær er seinna en fimm hjá þér?
Bestu kveðjur, Fjóla Ásg
________________________________________________________, 27.8.2007 kl. 10:32
Nó komment
Kv-Ása Björk
________________________________________________________, 27.8.2007 kl. 14:24
Blessuð öll sömul og takk kærlega fyrir hlýjar kveðjur, bæði hér og í tölvupósti. Við erum enn alveg í skýjunum eftir vel heppnaðan afmælisdag, veðrið gott og maturinn var hreint út sagt frábær. Það er ekki öll von úti enn með Ásu Björk, klukkan er sko ekki einu sinni orðin fimm
Sigrún fertuga (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.