Einn af Danmerkurförunum

Jæj, þá er ég mættr til Danmerkur - nánar tiltekið Uldum, þar sem ég mun vera í vetur.

Skólinn sem ég er í heitir Uldum-Hojskole og er á norður jótlandi. Þetta er 1100 manna bær og kann ég bara mjög vel við það sem ég hef séð! Hlæjandi

Hérna eru 7 íslendingar, þar á meðal Eyrún Hrefna, borgfirðingur og kærastinn hennar, þannig að maður þekir allavega eitthvern hérna!

 Skrifa kanski meira þegar líður á dvölina...

Kv. Sigurður Grétar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Ja hér, voðalegt flakk er þetta á Jörfaliðum! En annars... takk fyrir síðast Sigurður Grétar, vonandi kemur þú til með að læra mikið og njóta lífsins í Danmörkinni. Ég var nú einu sinni búin að borga staðfestingargjald í lýðháskóla í Danmörku, en þá dó hún móðir mín og lífið mitt tók annan kúrs en ætlað var!!

Njóttu þín niður í tær! Ertu ekki með bloggsíðu sem hægt væri að tengja hér inná?

Kv. Guðný

Ps. Það er ekki langt í Óla og Dagnýju - þú getur skotist til þeirra í skúffuköku á sunnudögum ;)

Flottur skóli! (http://www.uldum-hojskole.dk/Om_hojskolen/praesentation.htm)

________________________________________________________, 28.8.2006 kl. 15:30

2 Smámynd: ________________________________________________________

Halló Sigurður Grétar.

Gaman að heyra frá þér. Gott hjá þér að drífa þig út fyrir landsteinana. Maggi sonur Ástu og kærasta hans eru á leið út til Danmerkur um áramót í sömu erindagjörðum og þú.

Verður gaman að heyra meira frá þér.

Kveðja

Ása Björk

________________________________________________________, 28.8.2006 kl. 20:08

3 Smámynd: ________________________________________________________

Ég á ekki til orð........!

Verður kannski næsta fjölskyldumót í Danaveldi?

G.Ól

________________________________________________________, 28.8.2006 kl. 21:23

4 Smámynd: ________________________________________________________

Gangi þér vel Sigurður Grétar.

Kveðja frá Óla Ara og kó.

________________________________________________________, 29.8.2006 kl. 08:26

5 Smámynd: ________________________________________________________

Get alveg hugsað mér fjölskyldumót í Danmörku.

Kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 29.8.2006 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband