15.8.2007 | 12:57
Guðný - koma svo....
Þó seint sé langar mig að þakka ykkur öllum sem voru á Borgarfirði fyrir samveruna tónleikahelgina góðu í júlí. Mikið var gaman . Guðný mín... það væri fræábært að fá myndir hér - svona til að deila með þér. Sérstaklega úr göngunni góðu, aðallega mér til sönnunar.... Ég hlakka til að hitta ykkur aftur næsta sumar undir svipuðum kringumstæðum. Kv - Ása Björk
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mikið gaman, mikið grín.
Kv./ÓA
________________________________________________________, 15.8.2007 kl. 14:34
Já Óli minn.... það er svona að vera kolefnisjafnaður.
Kv-Ása Björk
________________________________________________________, 15.8.2007 kl. 15:09
Slæmar fréttir.
Já, það er ástæða fyrir þessari lööööngu þögn hjá mér. Svo er mál með vexti að þegar ég var rétt nýbúin að hlaða öllum dásamlegu Borgarfjarðarmyndunum inn í tölvuna og eyða þeim úr myndavélinni.......andaðist tölvan mín. Á mánudaginn fæ ég vonandi lokaúrskurð frá fagmanni - second opinion - um hvort hugsanlega sé hægt að bjarga einhverju af harða diskinum. Ég er búin að vera í léttu sjokki síðan þetta gerðist, en ég var búin að vista flest af mínum skjölum á flakkara áður en ég fór austur, þannig að ég á allar myndir NEMA allar dásamlegu myndirnar af Jörfagleðinni um daginn. Afar sorglegt, en staðreynd......
Þannig að nú skora ég á alla hina sem tóku myndir fyrir austan að moka hér inn myndum - ég veit að það voru teknar margar flottar myndir.
Þannig að Ása mín, það er ekki treystandi á mig!!
Jæja, nú er það flassbakk í Bræðsluna, bein útsending frá Klambratúni, meistari Megas!!
kv. Guðný
Guðný Sigríður Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 21:41
Ég setti inn slatta af myndum frá helginni góðu. Að vísu engar fjallaferðir eða gönguferðir....nema í sílapollinn! Aðallega lífið í Gamla-Jörfa, kjötsúpukvöld, grillkvöld, heimsókn Megasar o.fl.
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 19.8.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.