Já loksins kominn heim!!

Já ég er kominn heim frá Ecuador eftir rúma ársdvöl þar úti. Var það mikið vandamál fyrir mig að koma mér heim svona vegna vegabréfsleysis, seinkunna á flugvélum og margt fleira en ég komst heim á endanum "þó svo að það hafi verið tæft á tímabili" svo að ég vitni nú í Jóhannes Frey. Svo skelli ég mér með mömmu og bræðrunum austur á Borgarfjörð á tónleika næstu helgi.
Ég er farinn að hlakka mikið til næstu helgar, hitta alla og hlusta á Megas og fleiri.

En ég kveð að sinni Stefán Bjartur.

P.S. Bið að heilsa öllum þeim sem að komast ekki austur þá helgi og hittumst við þá síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Velkominn heim, kæri frændi!  Hittumst hress fyrir austan um næstu helgi,

kv.Guðný.

________________________________________________________, 20.7.2007 kl. 22:24

2 Smámynd: ________________________________________________________

Já, velkominn heim Stefán Bjartur! Þú ert sjálfsagt reynslunni ríkari og búinn að læra margt þarna úti. Örugglega fínt að fara í rólegheitin á Borgarfirði og hitta Jörfaliðið og fleiri. Munið að koma í heimsókn í leiðinni, þ.e.a.s. ef við verðum ekki þegar komin á Boggann!

Kv. Gústi

________________________________________________________, 21.7.2007 kl. 01:11

3 identicon

Velkominn heim Stefán Bjartur.  Við sjáumst um helgina á Bogganum.  Ýmir tók forskot á sæluna ásamt Jóhanni hennar Helgu, þeir flugu austur í morgun til ömmu Beggu á Egilsstöðum.  Þeir eru aldeilis orðnir forframaðir drengirnir, Jóhann 12 ára síðan í febrúar og þurfti því ekki merkimiða um hálsinn... og Ýmir í fylgd með "fullorðnum" og þurfti því ekki heldur merkimiða og tilheyrandi bið með flugfreyjunni ásamt því að vera síðastir inn í vél og síðastir út.  Það tísti í þeim alla leiðina austur, svo spenntir voru þeir .  Mætti segja mér að það sé fjör hjá Beggu í Einbúablánni núna.

kv/Sigrún

Akraselir (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 14:10

4 Smámynd: ________________________________________________________

Okkur hlakka til að koma ..... kv - Ása pjása

________________________________________________________, 23.7.2007 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband