10.8.2006 | 13:24
Jóhannes Þór hefur litið dagsins ljós !
Víkingurinn þeirra Hjörleifs og Önnu er kominn í heiminn. Það gerðist kl 7 í morgun. Að sögn förðursins snéri hann rassinum í heiminn og var því tekinn með keisaraskurði. Anna er hress og drengurinn fílhraustur. Hann hefur fengið nafnið Jóhannes Þór í höfuðið á langafa sínum. Stærð Jóhannesar er ein sú mesta sem heyrst hefur um í Brekkufjölskyldunni. Hann er 18 merkur og 55 sentimetrar, sem sagt næstum því jafn stór og mamma sín.
Kveðja
Ása Björk
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Innilegar hamingjuóskir til Brekkufjölskyldunnar og okkar allra með litla Jóhannes Þór - glæsileg viðbót við Jörfaliðið!
Stór og stæðilegur eins og frændgarðurinn allur..... ;)
Kv. Guðný
________________________________________________________, 10.8.2006 kl. 14:34
Til hamingju Anna og Hjörleifur! Það verður gaman að fylgjast með þessum hraustlega nýliða í Brekkufjölskyldunni.
Bestu kveðjur, Gústi og fjölskylda.
________________________________________________________, 10.8.2006 kl. 17:56
Risaknús og kveðjur....eða annars best að ég fari með þær sjálf og sjái víkinginn "læf".
Kv. Fjóla
________________________________________________________, 10.8.2006 kl. 19:47
Er búin að fara að sjá Jóhannes Þór. Hann er alveg yndislegur.
Hér var annar yndislegur skírður í dag. Drengurinn þeirra Grétars Njáls og Láru heitir Arnbjörn Ingi.
Maður er bara endalaust með sand í augunum.....kv. Fjóla
________________________________________________________, 12.8.2006 kl. 22:08
Halló Arnbjörn Ingi skrapp saman um nokkra sentim þegar ég fór að kíkja Jóhanes Þór í gær Mamma hans er alveg rosalega dugleg það er eins og hún hafi bara ekki verið í keisara.KV AMMA HELGA.......
________________________________________________________, 14.8.2006 kl. 14:04
Amma Helga!! Það er eins og ég hafi heyrt það áður...... ;)
Innilega til hamingju með Arnbjörn Inga, elsku Helga og þið öll - mér líst rosalega vel á þessa fjölgun í Jörfaliðinu, þetta fólk er gott til undaneldis!!
Kv. Guðný.
________________________________________________________, 14.8.2006 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.