10.7.2007 | 18:38
Sefur Óleee....?
Jæja, eitthvað er lítið að gerast í Jörfaliðinu þessa dagana, eða hvað? Varla neitt í frásögur færandi, fyrst enginn bloggar....
En það er samt heilmikið búið að gerast hjá fjölskyldunni Sigurdsson undanfarið. Fórum austur á Fáskrúðsfjörð á ættarmót um Jónsmessuhelgina, ósköp gaman, en ég verð að segja að Jörfaliðshittingur er yfirleitt muuun líflegri, það var nebblega bara ekkert sungið!
Við fengum tvo gesti frá Svíþjóð sem stoppuðu í fjóra daga og við Hjörvar Óli fórum í túristaleik með þeim. Fórum á hestbak, í hvalaskoðun, í Jarðböðin við Mývatn, borðuðum á Hótel Gíg, skoðuðum leirhverina í Námaskarði, fórum í Jólagarðinn, á kaffihús og ég veit ekki hvað og hvað. Það var ekkert að þessu, gestirnir okkar í sjöunda himni. Sænski maðurinn reyndi að kenna Rögnvaldi og Sigga að taka í vörina, þeir reyndu báðir en gáfust fljótlega upp sem betur fer, voru óskaplega bjánalegir svona með vörina út í loftið!
Siggi fór síðan og keppti í golfi á Landsmóti Ungmennafélaganna, en við Hjörvar spændumst austur í Gamlann á fimmtudagskvöldi og fórum svo í brúðkaup til Fáskrúðsfjarðar á laugardaginn. Komum heim um kvöldið, þá var fullt hús og lóð af gestum og var stefnt í fjallgöngur, en blessuð þokan bjargaði mér fyrir horn, veit ekki hvursu langt ég hebbði komist....! Við fórum samt og gengum gamla Múlaveginn yfir til Ólafsfjarðar, það var bara gaman og lítið mál.
Framundan er meistaramótið í golfi, fjögurra daga mót og ég er mjög líkleg með vinning, allavega eru bara þrjár búnar að skrá sig í mínum flokki!
Hvernig er staðan á Sunn- og Vestlendingum? Eru menn ekki orðnir illa farnir af sólbruna og þurrki? Það er lítil hætta á því hérna fyrir norðan núna...... En þetta er víst ósköp gott fyrir gróðurinn, segja bændur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já.....uuu....kveðja, Guðný.
________________________________________________________, 10.7.2007 kl. 19:22
hæhæ
úr Hólminum er allaveganna allt gott að frétta og man ég ekki eftir öðru eins sumri, sól og blíða nánast alla daga. Við fjölskyldan fórum út í Flatey í gær og þar var enn betra veður, logn og brakandi blíða. Okkur sýnist að við komumst ekki tónleikahelgina austur en ætlum að stefna á verslunarmannahelgina í staðinn. Verður ekki einhver þá fyrir austan??
kv. Bogga
________________________________________________________, 11.7.2007 kl. 09:35
Arrg, fær maður þá ekkert að sjá framan í ykkur í sumar, Bogga mín? Frétti af ykkur á Norðurlandinu á dögunum....mér fannst fara frekar lítið fyrir ykkur að vanda....
Annars er Fiskidagurinn mikli í beinu framhaldi af verslunarmannahelginni, á heimleið! Kv. Guðný
________________________________________________________, 11.7.2007 kl. 10:09
já sko! það er sko sól á Dalvík núna... og ég ekki komin í sumarfrí. Það fer samt að bresta á og þá verður stefnan tekin mjög fljótlega upp úr því á Borgarfjörðinn, þar verðum við til 31. júlí en tökum þá flugið frá Egilsstöðum til Kaupmannahafnar, svo heim í Fiskidaginn Mikla þar sem allir verða að sjálfsögðu.
Kv. Magga
________________________________________________________, 11.7.2007 kl. 12:45
Blíðan er alveg ótrúleg hér um þessar mundir. Frá mér var að fara einn sem er fæddur 1920, hann man ekki annan eins júní.......en hann mundi að vísu ekki hvar hann hafði skilið símann sinn eftir þannig að.....
Við erum að fara á SigguSteins-ættarmót 20. júlí. Það verður á Flúðum og vikuna þar á eftir er meiningin að þvælast eitthvað um landið og miðin. Síðan heim til þess að veita viðtöku símtölum frá tónleikafólkinu. Stefni á Fiskidaginn...og til útlanda í september. Ég er með einhverja valfælni. Hafið þið farið til Ítalíu/Bibione?
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 12.7.2007 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.