Grillveisla hjá Beggu

grillBegga bauð í heljarins grillveislu í kvöld (laugardagskvöld 30. júní).  Inga, Jónas og Ótta voru fyrir austan og heimagangarnir úr Miðgarði 7a voru hjá Beggu eins og venjulega. 

Þessi mynd af sytrum og mágkonu er fín, 22 stiga hiti á pallinum, lærið í nýja grillinu og allt að byrja. Þarna voru veislugestir ennþá þokkalega allsgáðir og þess vegna eru ekki birtar fleiri myndir úr veislunni!

Kv. Gústi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Þær eru náttúrulega BARA flottar!!

Ég er búin að vera í túristaleik í nokkra daga, var með sænska vinkonu mína og kallinn hennar í heimsókn.  Við fórum í útreiðartúr á íslenska hestinum, skoðuðum Jólahúsið og keyptum okkur ís í Vín, drukkum kaffi á Bláu könnunni, fórum í hvalaskoðun til Húsavíkur og sáum hnúfubak, dormuðum í Jarðböðunum við Mývatn í sól og hita, dáðumst að Goðafossi í kvöldsólinni og ég veit ekki hvað og hvað!  Voða gaman að vera túristi! 

Ég er ekki vön að keyra framhjá Hólabrekku án þess að koma við, svo ég var búin að segja gestunum mínum að við myndum stoppa hjá systur minni á heimleiðinni. Þegar nálgaðist Hólabrekku var fullt af einhverjum ókunnugum jeppum utan við svo ég þorði ekki að banka uppá. En ég frétti síðar að ókunnugu bílarnir hefðu nánast allir tilheyrt Jörfaliði, Magga & co, Fjóla & co, Inga systir og Jónas, svo trúlega hebbði nú verið í lagi að stoppa!

Well, back to the books!

Kv. Guðný. 

________________________________________________________, 2.7.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: ________________________________________________________

Æi, alltaf er maður að missa af öllu.  Þið eruð frábærar þarna   Kær kveðja, Guja syss.

________________________________________________________, 3.7.2007 kl. 23:05

3 Smámynd: ________________________________________________________

Guðný þó.....aldrei bregða út af vananum..... þær eru flottar í matarboðinu. Hér á Akranesi stendur sem hæst undirbúningur fyrir írska daga, enda góðviðrið senn á enda. Bless, Fjóla (á leiðinni í Irish Coffie....)

________________________________________________________, 4.7.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband