31.7.2006 | 00:27
Tónleikar í Bræðslunni
Tónleikarnir í Bræðslunni á Borgó voru frábærir. Guðný, Magga og fleiri fóru þangað rétt áður en dyrnar voru opnar og hlupu í átt að sviðinu til að fá besta útsýnið. Þegar þær höfðu kastað mæðinni þá tóku þær eftir því að það voru um 6-7 hræður mættar fyrir utan þær. En þær náðu góðu plássi sem þær geymdu fyrir hina jörfalingana.´
Heiðar byrjaði sýninguna með hópefli fyrir Magna bróður sinn, allir hrópuðu "áfram Magni", eða eitthvað álíka, og félagi Heiðars tók það upp á myndband, ágætis framtak það. Emilianna Torrini kom næst og stóð sig með stakri prýði, söng eins og engill og heillaði alla upp úr skónum. Hún hafði svo mikið aðdráttarafl að hún náði að draga þokuna inn fjörðinn, sennilega til að "paparazzi" ljósmyndararnir næðu ekki myndum af henni úr þyrlunum. Hún fór einnig með gamanmál á milli laga og fór með falleg orð um allt og alla.
Næst tók við 30 mínútna spunaleikrit hjá róturum Belle and Sebastian, það heppnaðist ekkert sérstaklega vel en í því mátti sjá 4-5 karlmenn labba um sviðið, taka burtu hljóðfæri, setja ný í staðinn, tengja snúrur, segja "one, two" í hljóðnemana og stilla gítarana.
Belle and Sebastian tróðu svo upp með miklu fjöri og frábærri tónlist. Þau tóku einna helst lög af nýjasta disknum sínum "The Life Pursuit" en einnig gamla slagara. Gleðin skein úr andlitum þerra og þau voru dugleg að skipta um hljóðfæri, taka skosk dansspor og þau tóku ekkert aukalega fyrir það. Þau hrósuðu öllum og öllu í hástert og þau skemmtu sér svo vel þessa daga á Borgó að þau voru næstum því búin að gleyma því að þau ættu að spila þarna um kvöldið.
Tónleikunum lauk um eittleytið og þá gengu allir út í þokuna. Sumir fóru að sofa en langflestir kíktu á lífið utandyra.
Óli Helgi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Var að tala við Heiðar frænda í Brekkubæ og hann sagði mér að Emilíana vinkona mín væri búin að biðja um að fá að koma aftur næsta sumar og ætlaði þá að vera í mánuð fyrir austan! Fjóla mín, þá mætirðu nú! Annars gekk okkur vinkonunum illa að ná saman, fyrst var ég ekki heima þegar hún kom í Jörfa, svo var hún sofandi þegar ég fór í heimsókn, síðan var ég farin þegar hún var að leita að mér í gærdag!! Hvað finnst ykkur að ég eigi að gera í þessu máli?
Hefur nokkuð fjölgað í Jörfaliðinu?
Kv. Guðný
________________________________________________________, 31.7.2006 kl. 11:08
Mér finnst þú eigir annaðhvort að vera heima þegar hún kemur í heimsókn, heimsækja hana þegar hún er ekki sofandi, eða ekki að fara fyrr en þið eruð búnar að hittast! Hún smellpassar í Jörfaliðið, feimin, hlédræg, talar lágt, allt sönn fjölskyldueinkenni....eða þannig!
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 31.7.2006 kl. 18:54
Helga Sess er ennþá óamma, amk eftir því sem ég best veit. Hlédræga og feimna sonardóttir mín var með mömmu sinni í mömmuklúbbi í gær. Hún tók dótið af hinum börnunum og át frá þeim matinn.....
Kv. Fjóla
________________________________________________________, 1.8.2006 kl. 10:02
Takk fyrir pistilinn Óli Helgi. Gott að þú skulir vera búinn að liðka lyklaborðið fyrir Danmerkurdvölina. Vona að þið hafið það gott og góða ferð.
Kv. Fjóla
________________________________________________________, 1.8.2006 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.