Meistari Megas í bræðslunni.

Í fréttum núna kl. 16:00 var Gústi að segja frá því að Megas ætli að kynna efni á nýrri plötu í Bræðslunni 28. júlí.    Miðasala á www.midi.is

Kv./ÓA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Tónleikarnir eru ekki komnir inn á listann hjá þeim enn sem komið er en mig langar að benda á að þegar búið er að skrá viðburðinn inn á vefsíðuna getur maður valið að láta senda sér SMS klukkutíma áður en miðasalan hefst.  Og nú er bara að fylgjast vel með, því Gústi sagði í fréttunum að miðasalan hæfist innan nokkurra daga. 

Sigrún (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 19:41

2 Smámynd: ________________________________________________________

"Megas og stórhljómsveit, sem skipuð er meðlimum Hjálma og Guðmundi Péturssyni gítarleikara, verður aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni Bræðslunni sem fram fer á Borgarfirði 28. júlí. Einnig munu stíga á svið hin margverðlaunaða Lay Low ásamt hljómsveit og Jónas Sigurðsson með danskri hljómsveit, en Jónas hefur hlotið mikið lof fyrir sólóplötu sína. Þá munu systkinin Magni Ásgeirsson og Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir leika á heimavelli ef svo má segja því þau eru fædd og uppalin á Borgarfirði. Þetta er þriðja árið í röð sem Borgfirðingar efna til tónleika í gömlu bræðslunni á staðnum og íslenskir tónlistarmenn verða í aðalhlutverki að þessu sinni. Miðar á Bræðsluna 2007 verða seldir á vefsíðunni midi.is." (af vef ruv)

Dísis, ég sem hélt ég myndi sleppa við að standa í biðröð til að komast fremst í ár........en ég er hrædd um að maður láti Meistara Megas ekki framhjá sér fara!!  Verð örugglega mætt við dyrnar klukkutíma áður en opnað verður!!! Eins gott að það verði gott veður.........

________________________________________________________, 20.6.2007 kl. 22:18

3 identicon

Já og það má ekki klikka á því að KAUPA MIÐA... man eftir einhverjum í fyrra sem nöguðu sig í handarbökin vegna miðaleysis.  Svoleiðis má náttúrulega ekki gerast í ár.

Sigrún (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 09:46

4 identicon

Vá hvad ég vona ad mamma eigi eftir ad kaupa mida handa mér á thessa tónleika  thví ad thad verdur ábyggilega ordid uppsellt thegar ad ég kem heim. Thví ad núna er ég ekki búinn ad heyra mikid af íslenskri tónlist í 10 mánudi og er thad frekar lélegt! En er ég ekki ad segja ad tónlistin hérna sé léleg en er ég ordinn svoldid threyttur á thví ad heyra endalaust somu login endalaust, thví ad thad koma ekkert thad morg log út á hverjum mánudi hérna!

Kvedja Stebbi Bjartur

P.S. Á ég samt eftir ad koma med einhverja tónlist fyrir ykkur til ad hlusta á!

Stefán Bjartur (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 14:20

5 identicon

jæja, þá er þetta komið inn á vefsíðuna hjá þeim.  Salan hefst þann 27. júní kl. 10 árdegis.

http://www.midi.is/tonleikar/1/4863/

Hér er hægt að biðja um áminningu með SMS í GSM og þá slær maður inn GSM númerið sitt, hinkrar í smástund eftir að fá leyninúmer sent með SMS í GSM-inn, slær því svo inn á vefsíðuna til staðfestingar og gwualla....

Sigrún (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband